Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 216
216
IV. j>ykkrabæjarklaustur.
(Klaustur í Veri).
Frá upptökum þessa klausturs segir svo (í Bisk.
s. I., 95.), að í j>ykkvabæ bjó maður sá, er |>or-
kell hjet og var Geirason, auðugur að fje, en
spakur að mannviti. „En er hann tók nokkut at
eldast, en átti önga allnána frændr til erfðar eptir
sik, þá gæddi hann sína frændr með auðæfum, en
frelsti sjer þann fjárhlut til forráða, er eptir var,
mikinn ok fríðan; hann lýsti þá yfir því, at hann
vildi Krist kjósa ok hans helga menn sjer til erf-
ingja alls þess fjár, er þá var eptir, ok vildi reisa
kanoka setur í j>ykkvabæ; en þat mál var vant at
semja í fyrsta sinni; ok leitaði hann af því þat
fyrst til at fá, er vandast var: manninn þann, er
regulu mætti setja, þá er þeir menn skyldu hafa,
er þar vildu til hreinlífis ráðast“. j>orlákur j>ór-
hallason var þá á vist með Bjarnhjeðni presti Sig-
urðssyni í Kirkjubæ (-j- 1173), og fór mikið orð af
hreinlífi þeirra. j>angað leitaði f>orkell að fá mann-
inn fyrir klaustrið, er j>orlákur var, og skoraði á
hann um það mál. j>orlákur ljet það eigi torsótt
við sig, af því að hann hafði áður í huga haft, að
„hafna heimi, en ráðast undir regulu. Var þá síð-
an staðr settr í j>ykkvabæ, at ráði ok forsjá Klængs
biskups ok allra hjeraðsmanna, ok síðan rjeðst j>or-
lákr þangat, ok var þar þá sett kanoka-setr“. j>að
var árið 1168, er klaustrið komst á fót. (ísl. ann.).
1. þorlákur þórhallason var vel hálf-fertugur, er
hann rjeðst í klaustur að j>ykkvabæ. Hann var
fæddur 1133 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, og var hann
þegar í æsku ólíkur flestum ungum mönnum: „auð-
ráðr ok auðveldr í öllu; hlýðinn ok hugþekkr hverj-
um manni; fálátr ok fályndr um allt; nýtr ok