Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 217
217
námgjarn þegar á ungaaldrr1. Hann var lærður hjá
Eyjólfi Sæmundarsyni hins fróða í Odda, og virði
Eyjólfur hann mest allra lærisveina sinna. þ»or-
lákur tók kirkjulegar vígslur þegar á unga aldri,
og var vígður prestvígslu af Birni Hólabiskupi, er
biskupslaust var í Skálholti eptir andlát Magnúsar
biskups (1148). Hefur þorlákur þá verið 17 eða 18
ára að aldri. Hann gegndi síðan prestsþjónustu um
hríð. Síðan rjeðst hann til utanferðar, og fór til
París, og gekk þar í skóla; þaðan fór hann til
Englands, og var í Linkolni, og fjekkst þar enn við
nám. Var hann 6 ár ytra, en kom svo aptur til
íslands, og var síðan með frændum sínum nokkra
vetur. Eptir það rjeðst hann til Kirkjubæjar, sem
fyr segir, og var þar 6 vetur. Síðan rjeðst hann í
klaustur til þ»ykkvabæjar; tók hann fyrst kanoka-
vígslu, og var skipaður príor yfir kanoka þá, er
þar voru. Síðan vígði Klængur biskup hann til
ábóta um 1170. 1174 var hann kjörinn biskup í
Skálholti, eptir ósk og tillögu Klængs biskups, er
þá var orðinn mjög hrumur og aldraður. 1175, um
veturinn á langaföstu, fór þorlákur alfari frá J>ykkva-
bæ til Skálholts, til aðstoðar Klængi biskupi. 1177
fór f>orlákur utan til biskupsvígslu, og var vígður
biskup af Eysteini erkibiskupi 1. júlím. 1178. A
elliárum ætlaði hann að leggja af biskupsdæmið,
og ráðast aptur í pykkvabæjarklaustur. en hann
andaðist áður en því yrði framgengt (24. des. 1193).
J>orlákurvar hinnhreinlífasti og siðvandasti maður, og
fór mikið orð af því, hve fagurlegahann samdi klaustur-
lifnað kanoka í J»ykkvabæ, meðan hann var þar príor
og ábóti; varð klaustrið þegar í upphafi mjög frægt
fyrir hreinlífi bræðranna og fagurt regluhald, svo
að menn úr öðrum munklífum, bæði innlendum og
útlendum, tók.u sjer ferðir á hendur til J>ykkvabæj-