Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 219
felli 1221 (eða 1222), en fór þaðan og tók ábóta-
dæmi í Veri eptir Jón Ljótsson 1 224, og dó þar 1230
(sjá ábótatal á Helgafelli).
5. Arnór Ossurarson varð ábóti eptir Hall ábóta.
Hann var vígður ábóti 1232; sagði af sjer 1247 (og
dó það ár?).—ísl. ann ; Hist. eccl. IV., 58.).
6. Brandur Jónsson varð þá ábóti í Veri. Hann
var sonur Jóns Sigmundssonar á Svínafelli og seinni
konu hans, Halldóru Arnórsdóttur. Móðir Halldóru
var Guðrún Brandsdóttir biskups, Sæmundssonar.
Brandur Jónsson var einhver hinn merkasti klerkur
á sinni tfð. 1238 hafði hann biskupssýslu í Skál-
holtsbiskupsdæmi. 1242 var hann á fundinum við
Hvítárbrú, og reyndi ásamt Sigvarði biskupi að koma
á sættum milli Urækju Snorrasonar og Gissurar þ>or-
valdssonar. 1247 var hann vigður ábóti að þykkva-
bæ. 1250—1254 var hann officialis, meðan Sigvarður
biskup var utan. 1252 er hann í brúðkaupi Giss-
urar forvaldssonar og Gróu Alfsdóttur. f»á er Hein-
rekur Hólabiskup kom út það ár, tók Brandur ábóti
á móti honum, og er þá talinn „fyrir öllum kenni-
mönnum um alla sýslu Sigvarðar biskups". 1253, 2.
febr., er hann á fundi við Hvítá við Amótsvað, og
það ár bauð hann til sín í Skálholt J>orgilsi skarða,
og var f>orgils með honum um vorið, og að skilnaði
gaf ábóti honum uxa, fimm vetra gamlan, og fleiri
gjafir. 1255, 13. júlí, var hann á fundinum að Rauðs-
gili. Heinrekur biskup á Hólum fór utan alfari 1256
og andaðist 1260. Brandur ábóti var þá kosinn til
biskups að Hólum, því að varla gat þá ágætari
mann. Hann fór því utan 1262 til biskupsvígslu, og
kom út vorið eptir 1263. En hans naut skamma
stund í biskupsembættinu, því að hann dó árið eptir,
um sumarið 1264.
Brandur Jónsson var einhver hinn lærðasti maður