Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 220
220
á íslandi í þann tíð, og kenndi ýmsum ungum
mönnum, og voru helztir jaf lærisveinum hans
þeir Jörundur J>orsteinsson, er síðar varð biskup að
Hólum, Arni porláksson, er síðar varð biskup í
Skálholti, og Runólfur Sigmundsson, er eptir Brand
varð ábóti í Veri. Brandur ábóti lagði stund á
bókagjörð, og má nefna til Alexanderssögu, er hann
íslenzkaði fyrir Magnús, son Hákonar konungs. Brand-
ur var og mikill mannkostamaður, og hafði „mann-
heill mikla“.
Sonur Brands ábóta hjet J>orsteinn, og bjó að
Kálfafelli á Síðu; hann var kallaður „ábótason“.
(Sturl. III., viða; Bisk. s. I., 680.; Dipl. isl. I..
519.—520.; Hist. eccl. II., i., 141., IV., 58.; ísl.
ann.)
7. Runólfur Sigmundsson, sá er fyr var getið
að var lærisveinn Brands ábóta, varð ábóti eptir
hann í pykkvabæ. Hann var vígður ábóti 1264.
Brandur ábóti gaf honum þann vitnisburð, að hann
kallaðist engum þeim kennt hafa, ,,er jafnkostgæfinn
var og jafr.góðan hug lagði á nám sitt, sem Run-
ólfur“. J>egar Árni biskup |>orláksson hóf tilkall
til staða á hendur leikmönnum, átti hann þegar þar
öflugan styrktarmann, er Runólfur ábóti var, og
kemur hann mjög við sögu Árna biskups, einkum
að því er þetta efni snertir. Runólfur ábóti var að
mörgu leyti sem önnur hönd Árna biskups. Hann
var við staddur fund þeirra Jörundar Hólabiskups
og Árna biskups á Reykjavelli, og studdi þar mál
Árna biskups (1279). Árið eptir var hann og með
honum á fundi við Hólabiskup á Seilu. J>að var
Runólfur ábóti, er herti upp Árna biskup, að heimta
kirkjustaði undir forræði biskups, er þeir Rafn Odds*
son og Erlendur Olafsson hinn sterki komu út með
brjef Eiriks konungs prestahatara, er skipaði leik-