Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 221
221
mönnum forráð kirkna sinna (1283). Kom þá nokk-
urt hik á Arna biskup, þar til er Runólfur ábóti
rjeð honum, að hann Ijeti í engu lausan tauminn.
1288 fór Arni biskup utan, og var Runólfur ábóti
umboðsmaður hans, meðan hann var erlendis (1288
— 12Q1) ; gekk ábóti þá mjög öfluglega fram í því,
að ná kirkjustöðum, og rak leikmenn burt af þeim
með harðri hendi, og varð mikið ágengt. 1299 hafði
hann biskupsumboð um Skálholtsbiskupsdæmi, með-
an Arni prestur Helgason var utan til biskupsvígslu.
1303 var Runólfi ábóta stefnt utan, en eigi er getið
utanfarar hans.og hefur hann að líkindum hvergi farið.
Runólfur ábóti andaðist 1306 (eða 1307), og hafði þá
verið ábóti um 42 ár, og alla stund verið hinn mesti
merkismaður. Eptir beiðni hans samdi Grímur prest-
ur Hólmsteinsson Jóns sögu skírara, en sjálfur rit-
aði hann sögu Ágústínusar. í tíð Runólfs ábóta
voru meðal munka í þykkvabæ þeir Andrjes dreng-
ur, er 1305 varð ábóti í Viðey, og Guðmundur J>or-
varðarson, er sama ár varð ábóti að Helgafelli. —
(Bisk. s. I.; Esp. Árb.; ísl. ann.; Hist. eccl. I., 583.;
II., 1.; IV., 59., 124.).
8. Loðmundur hjet sá maður, er ábóti varð eptir
hann. Hann var vígður 1307, og var ábóti til 1311,
en andaðist 6. dag jóla árið 1313.—(Dipl. isl. I., 202.;
Esp. Árb.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
9. þorlákur Loptsson var vígður til ábóta 1314,
á 13. dag jóla. Hann er þó kallaður ábóti fyrri,
þegar hann (1309) bauð til sín Lárentiusi, er síðar
varð biskup á Hólum, en þá fór nær landflótta, og
var Lárentius þar 12 mánuði, og hjelt þar skóla,
og kenndi mörgum klerkum og bræðrum. 1310
var Lárentius og, og kenndi bræðrum; en sök-
um þess, að Lárentius var í mikilli óvinnáttu við
kórsbræður í Noregi, treystist porlákur ábóti eigi