Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 225
225
16. Guðmundur Sveinsson var vígður ábóti 1495
eða fyrri (1492). 1496 átti hann deilu við £>orstein
Arason um óleyfða hrossatöku. — (Esp. Árb. ; Hist.
eccl. IV.).
17. Arni nokkur var siðan ábóti í Veri. Hjá
honum var Gissur Einarsson (biskup) fyrst til náms,
þar til er hann var 16 eðá 18 vetra og fór til 0g-
mundar biskups. Hann var á alþingi 1515, og átti
þar ásamt biskupum og ýmsum öðrum þátt í þvi,
að sætt komst á í svo nefndu Möðruvallamáli. Árni
ábóti dó 1520. Var nú ábótalaust um 3 ár.— (Esp.
Árb.; Hist. eccl. IV., 62.).
18. Kolgrímur Koðrdnsson var vigður ábóti 1523.
Hann var áður prestur á Valþjófsstað. Með þeim
0gmundi biskupi gjörðist vinátta mikil; tók biskup
son hans, er Eyjólfur hjet, og gjörði helzta svein
sinn ; var Eyjólfur mikill maður og sterkur og of-
láti mikill. Hann var síðar skipstjórnarmaður bisk-
ups. Sá varð endirinn með Eyjólf þennan, að hann
var einhverju sinni á visitatiureið með biskupi, og
var þá í Reykjaholti biskupsveizla mikil. Voru svein-
ar biskups þá gemsmiklir og ölvaðir. Og er bisk-
up reið ofan dalinn með sveinum sínum, leitaði Eyj-
ólfur á ýmsa menn, en allir sneiddu sig hjá honum,
enda maðurinn bæði mikill og sterkur, og sást lítt
fyrir, og ölvaður. Hann hafði lenzu mikla í hendi,
og veifði kring um sig, en stakk stundum oddinum í
söðulbryggjuna ; vildi þá svo til, að oddurinn hljóp
í kvið honum, og fjekk hann af því bana. Kol-
grímur ábóti var á almennri prestastefnu 1524 og
1526. Ovíst er, nær hann andaðist. — (Esp. Árb. ;
Hist. eccl. IV.).
Sigurður Halldórsson var ábóti 1530. Hann var
lítt lærður, en unni þó bókmenntum; fjekk hann
Tímarit hius íslenzka Bókmenntafjelags. VIII. 15