Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 227
‘J‘27
kom saman um, að kjósa Martein prest Einarsson,
og fór hann utan og náði biskupsvígslu. Sigurður
ábóti fór þá og utan og vildi fá biskupsvígslu.og fól
áður Jóni biskupi Arasyni umsjón Skálholtsbiskups-
dæmis, meðan hann væri utan, og þarf eigi hjer af
því að segja, hvernig Jón biskup fram fylgdi því
umboði. í Danmörku tók Sigurður ábóti hinn nýja
sið, og lifði þar síðan tvo vetur.
Sigurður var hinn síðasti ábóti að þykkvabæ;
komst nú það klaustur, svo sem önnur klaustur hjer
á landi, undir konung, og fylgdu þessu klaustrinu
47 jarðir.—(Esp. Árb.; Hist. eccl, IV.).
Lúkum vjer svo að segja af ábótum þykkvabæjar-
klausturs.
V. Flateyjar- og Helgafellsklaustur.
1. 0gmundur Kálfsson hjet maður sá, er gekkst
fyrir því, að klaustur var sett í Flatey á Breiðafirði,
og lagði hann þar til eignir sínar, og vígði Klæng-
ur biskup J>orsteinsson klaustrið 1172, og var þar
Ágústínsregla. 0gmundur Kálfsson varð þar síðan
ábóti. Hann var orðinn ábóti þar 1174. J>að ár
var hann í biskupskjöri með þeim þorláki þ>órhalla-
syni, ábóta i Veri, er kosningu hlaut, og Páli presti
Sölvasyni 1 Reykjaholti, og er 0gmundur talinn
„skörungur mikill“. Á hans dögum (um 1174) gaf
Æsa hin auðga klaustrinu þrándarstaði, ásamt nokkru
af verstöðinni Rifi. 1182 var 0gmundur ábóti með
þorláki biskupi þórhallasyni á yfirreið hansumVest-
fjörðu, og var við kirkjuvígslu í Kálfanesi í Stein-
grímsfirði.
1184 var klaustrið flutt úr Flatey að Helgafelli.
Hver orsök hefur til þess verið, er eigi ljóst; en lík-
15*