Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 228
228
lega hefur 0grmindur keypt Helgafell handa klaustr-
inu. par hjelt 0gmundur áfram ábótadæmi til 1187.
Hann drukknaði vorið 1189.—(Bisk. s. I., 425., 428.;
ísl. ann.; Hist. eccl. IV.; Dipl. isl. I., 281.).
2. þorfinnur fiorgeirsson varð ábóti 1187. Hann
var 1182 með f>orláki biskupi, er hann vígði kirkj-
una í Kálfanesi. Hann dó 1216. — (Bisk. s. I., 425.,
428., 507.; ísl. ann.; Hist, eccl. IV.).
3. Ketill Hermundarson, Koðránssonar frá Gils-
bakka, varð þá ábóti að Helgafelli. Hann var vígð-
ur 1217. Hann var þjónustumaður Páls biskups
Jónssonar (1195—1211) á hinum síðustu árum bisk-
upsins, og varðveitti að staðnum kór og kennimenn
eptir fráfall hans. Ketill ábóti dó 1220.—(Bisk. s. I.,
140., 515.; Dipl. isl. I., 282.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
4. Hallur Gissurarson lögsögumanns, Hallssonar,
Teitssonar, ísleifssonar biskups, var 1221 vígður á-
bóti, og skyldi þá taka ábótadæmi í Veri, en gjörð-
ist þá ábóti að Helgafelli. Hallur var merkismaður
mikill, eins og faðir hans og bræður, þeir Magnús
biskup í Skálholti (1216—1236) og f>orvaldur í Hruna,
faðir Gissurar jarls. Hallur átti Herdísi Sveinbjarn-
ardóttur, systur Hrafns á Eyri í Arnarfirði. Hall-
fríður hjet dóttir þeirra. Hallur var prestvígður,
eins og þá var títt um heldri menn. Hann var lög-
sögumaður 1201 —1209, og tók við lögsögu eptir
föður sinn, að honum lifandi; en sagði síðan af sjer
lögsögu og gekk í klaustur. 1221 varð hann ábóti
að Helgafelli; en fór þaðan og tók ábótadæmi í
J>ykkvabæ í Veri 1225. J>ar var hann ábóti til
dauðadags, 1230. Hallur er kallaður „góðr prestr
ok göfugr“. Hann átti þátt í því, er stikumál var
ílög leitt í stað álnamáls (um 1200). Hann var við,
er helgur dómur J>orláksbiskups var úr jörðu tekinn.
Af honum segir sögn um það, að hann hafði kverka-