Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 229
mein mikið, en varð heill, er hann baðst fyrir hjá
helgum dómi f>orláks biskups. — (Bisk. s. I., víða ;
„Safn“ II., 3., 26.—27.; Sturl. I. 52., 205., 206.; ísl.
ann.; Hist. eccl. IV.).
5. Hallkell Magnússon var vígður ábóti að Helga-
felli 1226. 1229 setti hann skriptir þeim Ara, Sigurði
og Guðmundi, er drepið höfðu Jón krók, prest í
Gufudal. Hann var ábóti til 1244, er hann dó það
ár. — (Bisk. s. I., 546.; Dipl. isl. L, 574.; ísl. ann.;
Sturl. III., 120.; Hist. eccl. IV., 68.).
Nú er óvíst, hver eptir hann varð ábóti. En árið
1253 er þar nefndur Guðmundur „umboðsmaður“
eða „kennimaður“. f>að ár rændi porgils skarðí
Halldór djákn Vilmundarson. Halldór kærði ránið
fyrir Guðmundi umboðsmanni (aðr. : kennimanni)
á Helgafelli, en hann sendi bróður einn, og bauð,
að f>orgils ljeti rakna rán þetta, en setti hann af
kirkju ella. Má ætla, að Guðmundur þessi hafi
liaft ábótatign, eða príors. eða prófasts.—(Sturl. III.
167., Hist. eccl. IV., 68.).
6. Olafur Hjörleifsson var vígður ábóti 1258,
Hann var bróðir Arons Hjörleifssonar, þess er fræg-
ur var af hreysti sinni. Olafur var ábóti mjög langa
hríð. 1263 reyndi hann ásamt öðrum að koma sætt-
um á milli Rafns Oddssonar og Sturlu Tþórðarsonar.
1270 sendi Árni biskup þ>orláksson hann til Hítar-
dals, og þá Runólf Olafsson, ábóta í Viðey, og J>or-
grím prest Magnússon, til að veita staðnum og fje
hans móttöku fyrir hönd biskups. Ketill Loptsson
bjó þá í Hítardal, og hafði heitið biskupi því á al-
þingi, að láta laus staðarráðin í hendur honum. En
er sendimenn biskups komu ti!, vildi hann eigi laust
láta kirkjufjeð, og varð för þeirra til ónýtis. Á
dögum Olafs ábóta var sá maður lengi ráðamaður
á Helgafelli, er Marteinn hjet Másson. Hann særði