Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 231
231
unarson í Viðey. Hann auðgaði mjög klaustrið að
jörðum. 1354 náði hann undir klaustrið Vatnsholti
af Gyrði nokkrum og konu hans, en seldi aptur 1377
Rafni Snorrasyni, að undanskildum reka, fyrir Saxa-
hól. 1360 hafði hann ýms jarðakaup klaustrinu í
hag. 1362 fjekk hann Hraunshöfn. 1364 fjekk hann
Hóla, Garða og jpæfustein. 1377 fjekk hann Ingj-
aldshói, Kjalveg, J/2 Keflavík, Horn, Hraun, Hóla,
Grunnasundsnes, Bláfeld, J/2 reka í Böðvarsholti, og
f>órustaði. 1355 ljet Gyrður biskup semja rekaskrá
Helgafellsklausturs.— Asgrimur ábóti dó (1378 eða)
1379. — (Esp. Árb.; Hist eccl. II., 103.; IV., 69.; ísl.
ann.).
lfl. Guðnmndtir Arason varð ábóti eptir Ásgrím,
og var vígður 1379; vígði hann Jón biskup skalli,
með því að Oddgeir biskup fór utan það sumar.
Guðmundur ábóti dó 1390. — (Esp. Árb.; ísl. ann.;
Hist. eccl. II., 203.; IV.).
14. þorsteinn Snorrason varð þá ábóti að Helga-
felli; hann hafði farið utan með Michael biskupi 1388,
og vígði biskup sá hann ábóta i Danmörku 1391,
og var hann jafnframt settur officialis yfir Skálholts-
biskupsdæmi. Gjörði hann sjer far um, að fá presta
í prestaköll þau, er prestlaus voru, og ljet Pjetur
biskup á Hólum vígja þá. 1392 veitti hann sira
Vermundi Selárdal og Oddi porsteinssyni Stafafell;
!393 veitti hann ýms prestaköll; 1394 lýsti hann
Vigfús Flosason bannsettan. 1398 lagði hann undir
klaustrið Kálfárvelli og ]/4 Hrísa.— þorsteinn ábóti
dó 1403, f plágunni miklu.— (Esp. Árb.; Hist. eccl.
II., 133.; IV.; Safn t. s. ísl. I., 2.; ísl. ann.).
15. Vermundur, er prestur varð að Selárdal 1392,
var 1403 vígður ábóti að Helgafelli. Vilchin biskup
vígði hann, og skipaði hann síðan, er biskup fór af
landi burt, officialem á Vesturlandi suður að Botnsá;