Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 232
232
var Vermundur officialis 1406—1408. 1413 var hann
einn meðal þeirra, er innsigluðu staðfestingarbrjef
Jóns biskups(i4o8—1413) um Viðeyjarmáldaga. 1416
samþykkti Árni biskup Olafsson (1413—1430) samn-
ing þeirra Vermundar ábóta og Árna nokkurs Helga-
sonar, þar er Árni gaf Helgafellsklaustri próventu
sína, Látra i Aðalvík og Höfða í Grunnavík.—Ver-
mundur ábóti seldi Böðvarsholt, nema reka; keypti
Hellu og Orlygsstaði. Hann andaðist 1416 eða 1417.
— (Esp. Árb.; Safn t. s. ísl. I., 2.; Isl. ann.; Hist.
eccl. IV.).
J>á er óvíst, hver eða hverjir ábótar þar voru 1416
— 142Q. Finni biskupi (Hist. eccl. IV.) þykir eigi
ólíklegt, að Jón Hallfreðarson, er talinn er 12. ábóti
í Veri, kunni að hafa verið ábóti á Helgafelli 1416
—1421 ; en óvíst er, að svo hafi verið ; og fram til
ársins 1429 vita menn eigi um ábóta þar. Reyndar
er Jón Hallfreðarson ábóti þar talinn dáinn 1429.—
(Esp. Árb.).
1425 skutu sveinar þeirra Hannesar hirðstjóra Páls-
sonar og Balthasars mann til bana í kirkjugarðin-
um á Helgafelli og skemmdu klaustrið; stóð kirkj-
an síðan sönglaus meira en 4 vetur, en klaustrið
brotið. Sveinar þeir, er vígið unnu, komust undan
til útlanda. 1429 kom Jón biskup á Hólum Vil-
hjálmsson vestur og hreinsaði kirkjuna, klaustrið
og kirkjugarðinn eptir vig það, er getið var.—(Esp.
Árb.; Hist. eccl. II., 228.; IV.; ísl. ann.), og vígði
þangað ábóta þann er
16. Njáll hjet. Hann kom undir klaustrið
Hraunsmúla í Staðarsveit og Kambi hvorumtveggja.
1438 átti hann í deilu nokkurri út af hvalreka við
Pál prest Bjarnason í Miklaholti; skipaði Goðsvin
biskup |>orstein prest Svarthöfðason að dæma mill-
um þeirra. Hvalinn hafði rekið í Keflavík, og