Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 234
um. 1503 dró hann undir klaustrið allan þann
brigðarjett, er Ormur Nikulásson þóttist hafa á
Máfahlíð, Holti og Tungu. Og nokkru síðar fjekk
hann Höfða i Eyrarsveit og Húsavík í Steingríms-
firði til klaustursins. 1509 kom Stóra-Hraun og
Fáskrúðarbakki undir klaustrið. f*á ljet Halldór á-
bóti af ábótadæmi, og var þá mjög gamall, og
hafði verið ábóti 32 ár. Hann dó (1511 eða) 1512.
— (Esp. Árb.; Hist. eccl. IV.).
23. Narfi nokkur varð ábóti eptir hann, eða
var honum til aðstoðar hin síðustu árin, og var
vígður 1512. ]?að er ætlun manna, að Narfi hafi
haldið skóla við klaustrið, og undir hans hendi var
Magnús Eyjólfsson, mókolls hins yngra, er Stefán
biskup veitti honum Selárdal (1514). 1515 átti
Narfi ábóti hlut að því, ásamt fleirum á þingi, að
sátt komst á milli Möðruvellinga, Gríms Pálssonar
og barna hans, og Hlíðarendamanna, Vigfúsar lög-
manns Erlendssonar og Hólmfríðar systur hans.
1518 var hann ásamt öðrum nefndur í dóm af
Stefáni biskupi Jónssyni, til að dæma í kærum
biskups gegn Birni Guðnasyni. Voru kærur bisk-
ups á hendur Birni bæði margar og þungar,
enda dæmdu dómsmenn afarmikil fjelát á hendur
erfingjum hans, með því að Björn var dáinn, er
dómur fór fram. 1524 er hann í dómi, svo og 1528.
1530 var hann á fundi að Húsafelli, og reyndi að
koma sáttum á milli Ogmundar biskups og Jóns
biskups Arasonar. Narfi ábóti mun hafa sagt af
sjer (um 1527). — (Esp. Árb.; Hist. eccl. IV.).
24. Halldór Tyrfingsson varð eptir Narfa ábóti
að Helgafelli. Hann var áður prestur á Staðarhóli
um 27 ár og prófastur. 1510 ritaði hann með öðr-
um undir dóm Stefáns biskups um heytolla. 1521
er hann enn prestur i Saurbæ vestur. 1528 er hann