Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 235
235
orðinn ábóti að Helgafelli, og er þá í Oddadómi
með Ogmundi biskupi og Helga ábóta í Viðey.
1533 er hann í dómi á alþingi ásamt Alexíusi, á-
bóta í Viðey og Sigurði ábóta í ]pykkvabæ og Jóni
Markússyni príor á Skriðu í máli Sigurðar Olafs-
sonar. 1540 er hann á prestastefnu með Gissuri
biskupi Einarssyni, og voru þá þrír bræður í klaustr-
inu, auk Halldórs ábóta, er Gissur varð biskup, og
siðabótin tók að komast hjer á. Fjekk Gissur (1542)
hjá konungi brjef, þar sem Halldóri ábóta var boð-
ið að halda skóla á klaustrinu (Hist. eccl. II., 274.),
en konungur tók það brjef aptur eptir undirlagi vildar-
manna sinna, og varð svo eigi neitt úr því, en klaustr-
ið var tekið 1543, og komst þá með eignum sínum
á konungs vald. Pjetur Einarsson tók klaustrið, og
var Halldór þar ábóti og bræður þrír, er hjetu Ó-
lafur, Jón og Gunnar, og fóru þeir nauðugir, og er
sagt, að þeir hafi berhöfðaðir og berfættir óskað
ills þeim, er við tæki. Var ábótanum boðið að kjósa
svo margar jarðir, sem hann mætti vel fæða prest
á, en hann ann þess illa þeim, er við tæki eptir sig,
og nefndi 4 kot.—Helgafellsjarðir eru kallaðar Stapa-
umboð og Skógarstrandarjarðir. — Klaustrið var selt
á leigu umboðsmönnum, fyrstum þeim Daða Guð-
mundssyni, er sagt er að tæki djarflega til sumra
hluta, er á Helgafelli voru, og svo Pjetri Einarssyni.
Fylgdu kraustrinu tíu tigir jarða.
155° gaf konungur aptur út brjef um stofnun skóla
á Helgafelli, og segir þar, að í klaustrinu sjeu að eins
tveir munkar, og að þeir hegði sjer ósæmilega, og
felur konungur Lauritz Mule fógeta og Marteini
Einarssyni biskupi, að koma þar skóla á, og skuli
tekjur klaustursins allar ganga til skólahaldsins (Hist.
eccl. II., 276., 303. [brjefið]).—Sama ár gaf hann og