Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 236
23«
brjef út um það, að klaustrin skyldu seld á leigu
(Hist. eccl. II., 315.).
1550 reið Jón biskup Arason til Helgafells, til að
koma þar á aptur klausturlifnaði. Var þá sem
mestur yfirgangur Jóns biskups og sona hans, og
höfðu þegar rekið hirðstjórann og Dani alla burt
úr Viðey, og skipað þar öllu, sem fyr hafði verið.
Jón biskup framdi vígslur á Helgafelli og setti þar
aptur ábóta Narfa, er ábóti var á undan Halldóri
Tyrfingssvni, og var Narfi þá æfagamall. En þessi
tilraun varð að engu. er Jón biskup var líflátinn
(1550).—(Esp. Árb.; Hist. eccl. IV.).
J>annig leið þá undir lok klaustur á Helgafelli, og
hafði staðið 370 ár, að þeim árum meðtöldum, er
klaustrið var í Flatey, og höfðu þar verið 24 ábótar,
og klaustrið haft auðæfi mikil.
VI. Kirkjubæjarklaustur.
J>að klaustur stofnaði porlákur biskup J>órhallason
í Skálholti (fæddur 1133; biskup 1178—1193) árið
1186, og var þar nunnuklaustur, og skyldu abbadis-
ir þar hafa fullt vald í öllum málum. er klaustrið
snertu. Fyrsta abbadís þar var
1. Halldóra Eyjólfsdóttir. Hún var vígð 1189.
1195 bauð hún til sín á alþingi Guðmundi presti
Arasyni, er síðar varð biskup á Hólum; skyldi Guð-
mundur prestur hafa forustu með henni. og hjet
hann þvi að ráðast til hennar, og skyldi hún senda
menn eptir honum. Um haustið komu sendimenn
abbadísar til móts við Guðmund prest, og fær hann
leyfi bæði hjá Páli biskupi Jónssyni í Skálholti, er
þá hafði komið út fyrir norðan land, til að setjast
að i hans biskupsdæmi, og hjá Brandi biskupi á
Hólum Sæmundssyni, til að flytjast úr biskupsdæmi