Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 237
237
hans. En er Guðmundur prestur var á veg snúinn,
eiga Svarfdælir fund með sjer, og ráða það af, að
fá Brand biskup til að taka aptur brottfararleyfið,
því að þeir vildu eigi fyrir nokkurn mun missa Guð-
mund á braut frá sjer ; fengu þeir því framgengt,
að Brandur biskup tók aptur leyfið, og ljet Guð-
mundur að banni hans og bæn hjeraðsmanna, og
hætti við ferð sína, og sat um kyrrt á Völlum. —
Halldóra abbadís dó 1210. — (Bisk. s. I., 448., 502.;
Sturl. I., 184.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV., 78.).
Nú fara engar sögur af klaustri í Kirkjubæ allt
fram að árinu 1293 eða um rúm 80 ár. En á þess-
um tíma bjuggu þar þeir feðgar Digur-Helgi í>or-
steinsson (-{- 1235) og síðan Ögmundur sonur hans
(Hist. eccl. IV., 78.).
2. Agatha þorláksdóttir, systir Arna biskups f>or-
lákssonar, varð vígð abbadís 1293.—(Hist. eccl. IV.;
Sturl. I., 183.).
3. Agatha Hetgadóttir, systir Árna biskups Helga-
sonar, var abbadís í Kirkjubæ. Móðir hennar var
Ásbjörg f orláksdóttir, Guðmundarsonar gríss, systir
Árna biskups J>orlákssonar. Ásbjörg móðir hennar
varð nunna, og systir Agöthu, er Guðrún hjet, var
nunna í Kirkjubæ. Magnús, móðurbróðir Agöthu,
var kanoki í Viðey, en Ormur, bróðir hans, var kan-
oki í £>ykkvabæ ; en Ágatha, systir þeirra, abbadís
í Kirkjubæ. Ættmenn Agöthu abbadísar Helga-
dóttur voru þannig flestir klaustramenn. — Hún and-
aðist 1343, er Jón biskup Sigurðarson kom þangað
á leið til Skálholts nývígður.—(Esp. Árb.; Sturl. I.,
183.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
4. 'Jórunn Hauksdóttir lÖgmanns, Erlendssonar,
var kosin abbadís eptir Agöthu Helgadóttur 1343,
og vígð árið eptir, og kölluð Agnes. J>ar var þá
nunna sú, er Katrín (Kristín) hjet. Á hana varð það