Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 242
242
samdist svo með þeim, að Gissur, son f>orvalds, skyldi
fá Ingibjargar, dóttur Snorra, og Hallveig ráðasttil
Snorra í Reykjaholt. Siðan keypti f>orvaldur Viðey
(1224) og tók að efna þar til klausturs. Var klaustr-
ið komið á fastan fót og algjört 1226. Magnús
Gissurarson, biskup í Skálholti (1216—1236), bróðir
£>orvaldar, vígði það, og var þar Ágústínsregla. £>or-
valdur Gissurarson vígðist sjálfur þegar til kanoka f
klaustrinu, og voru þeir 5 saman, er rjeðust í klaustr-
ið. f>orvaldur andaðist í klaustrinu 1235, 1. d. sept.,
og var þar kanoki til dauðadags ; mun hann hafa
verið nær áttræður, er hann andaðist.—Löngu síðar
ætlaði Gissur jarl, sonur hans, að gjöra að dæmi föð-
ur síns, og ganga í klaustrið, og var það ráðið 1267
að jólum með honum og Jörundi biskupi á Hólum,
að Gissur skyldi um sumarið eptir fara til Viðeyjar,
og taka þá þegar við kanoka-klæðum, en hann dó,
áður en þvl yrði framgengt (1268), og varþá 59 ára.
Áður en hann dó, gaf hann Stað í Reyninesi (Reyni-
stað) til klausturs, en það klaustur komst eigi á fót
fyr en löngu síðar (1295).
J>egar Magnús biskup vígði klaustrið 1226, gaf
hann til þess allar biskupstekjur milli Botnsár og
Hafnarfjarðar, og ljet sjer mjög annt um klaustrið ;
hann ritaði og „öllum bændum ok búþegnum ok
prestum í Kjalarnesþingsókn“, og jafnframt því er
hann skýrði frá, að klaustur væri nú á fót komið f
Sunnlendingafjórðungi, fór hann þess á leit, að menn
vildu styrkja klaustrið að nokkru með gjöfum, þeim
er engan mættu úr fje færa (Dipl. isl. I., 490.). f>á
var og á alþingi hið sama ár sá máldagi gjör, að
ráði Magnúsar biskups, en hafður í lögrjettu af
Snorra Sturlusyni, „at á meðal Reykjaness ok Botns-
ár skal gjalda af hverjum bæ, þeim er ostr er gjörr,
slíkan hleif, sem þar er gjörr, til staðarins í Viðey