Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 243
243
hvert haust“ (Dipl. isl. I., 4g6.). Um 1230 er brjef
gjört, þar sem vottað er, að Snorri Ulugason lagði
aptur til Viðeyjar nokkra tolla og ítök, er Gufunes-
ingar áttu í Viðey (Dipl. isl. I., 4gó.). Gjöf Magn-
úsar biskups á biskupstekjunum staðfestu þeir Jón
biskup Halldórsson og Goðsvin biskup, svo og Snorri
forleifsson og Guðmundur Gilsson, officiales.
J>ar eð eigi var þegar vigður ábóti að Viðeyjar-
klaustri, má telja vist, að biskup í Skálholti hafi ver-
ið sem ábóti þess, eða haft yfirumsjón yfir klaustr-
inu; en porvaldur Gissurarson hefur sem príor
stjórnað klaustrinu frá því er það komst á fót og
til dauðadags (1235), en þá tók Styrmir prestur
Kárason hinn fróði við stjórn þess. En hann
stjórnaði klaustrinu sem príor frá 1235—1245, og dó
hann það ár. Styrmir er hinn merkasti maður, og
var fróður mjög. Hann var, áður en hann gekk í
klaustrið, lögsögumaður árin 1210—1214, og aptur
1232—1235. Hann er nafnfrægur í bókmenntasögu
vorri, því að hann er einn af frumhöfundum Land-
námu og margra annara sagnarita. Hann var lengst-
um með Snorra Sturlusyni i Reykjaholti. Styrmir
dó 20. febr. 1245 (Safn t. s. ísl. II., 27.—28., 30.).
Ábótar voru þar þessir :
1. Arnór (Digr-)Helgason var hinn fyrsti ábóti
í Viðey. Hann var vígður 1247, og var þá orðinn
mjög gamall. Hann dó i24g. — (Dipl. isl. I., 485.;
ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
2. Runólfur Ólafsson var vígður ábóti 1250.
Hann var 1237 í bardaganum í Bæ, og var í liði
J>orleifs úr Görðum, og varð hann sár. Hann átti
deilu við þorgrím nokkurn Halldórsson um reka-
itök ; aðra deilu átti hann við bændur milli Hafnar-
Qarðar og Botnsár um osttoll til kláustursins. 1270
16*