Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 245
245
bóti eptir Björn, og var vígður 1364.—Hann dó 1369
eða 1370.—(Esp. Árb.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV., 84.).
7. Jón Guðmundsson var vígður 1370. Hans get-
ur 1376, er hann þá ásamt fleirum gefur út vitnis-
burð. 1377 var hann officialis Oddgeirs biskups í
Vestfirðingafjórðungi og gefur þá í Vatnsfirði út brjef
(Blasíusmessu) 3. febr., um hvalskipti til Vatnsfjarð-
arkirkju.—Jón ábóti dó 1379.—(Esp. Árb.; ísl. ann.;
Hist eccl. II., 126.; IV., 85.).
8. Gisli nokkur var skipaður eptir hann og vígð-
ur 1379, en dó sama ár.—(Esp. Árb.; Hist. eccl. IV.,
85-).
9. Pdll kjarni var vígður 1379. 1380 gerði hann
samning við Valgarð Loptsson, að sonur hans Björn
skyldi hafa fæði og kennslu í klaustrinu um 6 ár,
svo að hann yrði lærður til prests. Skyldi Valgarð-
ur leggja klaustrinu Vallá með honum; en ef Björn
dæi á þessum tima, skyldi ábóti borga jörðina fullu
verði.—Páll kjarni dó 1402 eða 1403, í sóttinni miklu.
— (Esp. Árb.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV., 85.).
10. Bjarni Andrjesson var 1405 vígður ábóti að
Viðey. Vilchin biskup vígði hann. Hann fjekk 1413
staðfestingu Jóns biskups á Viðeyjarmáldaga, er
Bjarni bar fyrir sig um fjórðung hvalreka í Krísu-
vík, og helming viðar- og hval-reka í Hraunslandi í
Grindavík, og enn fleiri reka. — Bjarni dó 1428.—
(Esp. Árb.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV.).
11. Steinmóður; nær hann hefur tekið ábótadæmi
eða verið vígður, hef jeg eigi fundið. Hans getur
1444, og var þá ábóti. 1448 var hann officialis í
Sálholtsbiskupsdæmi eptir Goðsvin biskup, en eigi
vita menn, hvort Goðsvin hefur þá andazt hjer á
landi eða farið þá utan, því að hvorki er getið dauða
hans nje utanfarar. Steinmóður er talinn meðal
helztu klerka 1450. 1451 var Steinmóður við stadd-