Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 246
246
ur kaup Gottskálks biskups við Ingibjörgu Ólafs-
dóttur á 16 hundruðum í Núpi undir Eyjafjöllum.
Var Steinmóður þá vicarius Skálholtsdæmis, og ætla
menn, að svo sje rjettast á litið starf og stöðu Stein-
móðar, að því er kemur til biskupssýslu, að hann
hafi að eins haft umboð Gottskálks Hólabiskups, er
var umboðsmaður Marcellusar Skálholtsbiskups, með
því að Marcellus kom aldrei hingað í land til að
gegna sýslu sinni. Eptir dauða Gottskálks var Stein-
móður aptur officialis Skálholtsbiskupsdæmis (1457),
en eigi lengur en það eitt ár, því að Marcellus bisk-
up skipaði þá Mattheus officialis. 1464 gaf Stein-
móður vitnisburð ásamt Jóni Narfasyni, að Ólöf
Loptsdóttir afhenti Gerrik gullsmið þrettán gull-
nóbel, og tuttugu og þrjú í góðu silfri, vegna Bjarn-
ar hirðstjóra bónda síns fyrir Guðmundar-eignir.
Skúli bóndi Loptsson hafði gefið undir klaustrið
Heiðarhús í Utskálasókn, ef hann dæi á Suðurlandi,
og yrði grafinn að Viðeyjarklaustri; þessu vildi Guð-
mundur prestur, sonur Skúla, ripta, og varð því fyrir
stefnum og málasóknum.—Steinmóður ábóti dó 1479
(1481), og hafði verið merkismaður, og verið mikils
metinn, sem ráða má meðal annars af því, að f>or-
leifur hirðstjóri fjekk hjá honum vitnisburð um holl-
ustu sína til handa konungi.—(Esp. Árb.; Hist. eccl*
II., 477., 481.;^ IV.).
12. Jón Árnason tók ábótadæmi í Viðey eptir
Steinmóð ; eigi vita menn vígsluár hans, og getur
hansfyrst 1490, er hann var með að samþykkja hinn
svo nefnda Piningsdóm á alþingi. Einu hveiju sinni
á þeim árum, er Jón var ábóti, varð sá atburður, er
sýndi, að hann var hinn mesti fullhugi og hreysti-
maður. Svo bar við, að í Hafnarfirði voru kaup-
menn enskir. J>eir voru tiu tigir, og jafnmargir
veinar þeirra, en hinir þriðju tíu tigir voru skips-