Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 248
248
bólsstað í Fljótshlíð. Var hann þá um hríð stýri-
maður og formaður á kaupskipi Stefáns biskups til
Noregs. 1509 varð bardagi milli umboðsmanns hirð-
stjórans og húskarla 0gmundar; fjellu þar tveir
menn, og var 0gmundi kennt, að hann hefði verið
valdur bardagans. Síðan varð hann ábóti, sem fyr
segir. 1519 visiteraði Stefán biskup í Viðey ; tók
0gmundur ábóti við honum vel, og hjelt honum dýra
veizlu. fá bar svo við, að Erlendur forvarðsson,
frændi biskups, drap Orm Einarsson, systurson á-
bóta. Biskup vildi hlífa frænda sínum, en þó full-
nægja ábóta. Hreinsaði hann þá klaustrið með öll-
um venjulegum siðum, og hjet ábóta, að hann skyldi
verða eptirmaður sinn í biskupsembættinu. Stefán
biskup dó skömmu siðar, seint á árinu. þ>á var sent
eptir 0gmundi ábóta að syngja hann til moldar, og
varð 0gmundur biskup eptir hann (1521—1542), og
var hinn síðasti biskup i páfadómi í Skálholti. Hann
kom undir klaustrið Vaðnesi, Vatnsleysu, Býjaskerj-
um, Bakka og Hvítárvöllum. Honum er svo lýst,
að hann hafi verið mikill maður vexti, bæði hár og
þykkur, geðmenni mikið, gulur á hár og fagureygð-
ur, smáeygður, kringluleitur, en lítt hafði hann verið
upp á skartsemi, og hirti ekki, hvernig það trassaðist,
svo sagt er, að hann hafi ekki optsinnis bundið legg-
böndin. Hann var harðfenginn maður, stórorður og
álagasamur, svo hann strýkti optsinnis menn sína,
svo sem önnur typtunarbörn, og kallaði hórusyni og
skækjusyni ríka sem fátæka, þá honum fannst ekki
til.—0gmundur biskup dó í Sóreyjarklaustri í Dan-
mörku 1542, 80 ára. — (Bisk. s. II., 238.; Hist. eccl.
II., 504., 522., 523.; IV., 89.; Esp. Árb.; Sv. N.: „Prt.
og Próf.“ 40., 66.).
15. Helgi Jónsson varð ábóti að Viðey eptir 0g-
mund Pálsson (1522). Hann var áður prestur að