Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 249
249
Hvammi í Norðurárdal. 1522 gaf hann Hvamm til
Beneficium og tvær jarðir með, Galtarhöfða og Sand-
dalstungu. Einnig gaf Helgi kirkjunni í Hvammi 20
málnytukúgildi og 10 hundruð í þarflegum pening-
um. Viðeyjarklaustri gaf hann 40 hundruð i Norð-
tungu í pverárhlíð og 20 kúgildi, og hafði þó áður
gefið klaustrinu mikið. Hann skipti öðrum eignum
sínum með ættingjum sínum, og gaf sumt fátækum.
—Helgi ábóti dó 1527 (eða 1528).—(Esp. Árb.; Hist.
eccl. IV., 91.; Sv. N.: „Prt. og próf.“ 91.).
16. Gísli nokkur varð ábóti eptir hann. Hann
var (1528) í Oddadómi með Ogmundi biskupi og
Halldóri ábóta Tyrfingssyni að Helgafelli. Gísli sagði
af sjer 1533. — (Esp. Árb.; Hist. eccl. IV., 91.).
17. Alexíus Pdlsson, prestur á þingvelli við 0x-
ará, varð 1533 ábóti í Viðey, og var hann síðasti á-
bóti þar. Hann var tnaður rammur að afli, en gæf-
ur í skapi. 1533 var hann í dómi á alþingi í máli
Sigurðar Olafssonar. Dómsmenn með honum voru
þeir Halldór ábóti Tyrfingsson að Helgafelli, Sigurð-
ur ábóti í jpykkvabæ, og Jón Markússon, príor að
Skriðu. 1534 lagði hann Arnarhól undir klaustrið.
1535 ljet hann dæma milli sín og Jóns Bergþórsson-
ar ; hann hafði haft klausturnet til að veiða lax í
Elliðaá ; átti þó klaustrið hálfa veiðina. 1533 hafði
hann um 3 ár haft officialisstarf milli Botnsár og
Hvítskeggshvamms, þ. e. Kjalarnesþing. Svo er
sagt, að 1536 hafi Claus af Mervitz fengið konungs-
brjef fyrir því, að hann mætti taka að sjer Viðeyjar-
klaustur, þó að eigi hreifði hann slíku þá fyrst um
sinn, enda ætla menn, að hann hafi logið upp brjef-
inu eða falsað það, og kom slíkt eigi fram fyr en
1539, er Diðrik af Mynden tók klaustrið. Hann var
umboðsmaður hirðstjórans á Bessastöðum. Hann fór
um sólaruppkomu á sjálfan hvítasunnumorgun út í