Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 251
IX. Reynistaðarklaustur.
Gissur jarl J>orvaldsson hafði, áður en hann dó
(1268), gefið Stað í Reyninesi til klausturs; en
klaustrið komst eigi á fyr en löngu síðar, 1295, og
var Jörundur J>orsteinsson, biskup (1267—1313) á
Hólum, frumkvöðull þess, með því að hann fjekk
frú Hallberu J>orsteinsdóttur og aðrar auðgar kon-
ur til að leggja fram fje til þess, að klaustrið kæm-
ist upp; skyldi biskup vera sem ábóti klaustursins,
og hafði hann þar umboðsmann fyrir sig, eða ráðs-
mann, er var einhver heldri prestur. Abbadisir
þar höfðu því eigi full völd. J>ar var Benedikts-
regla. — (Hist. eccl. II., 150., 164.—166.; IV.; ísl.
ann.; Sv.N.: „Prt. og próf.“, 159.).
1. Katrín hjet hin fyrsta abbadís þar. Hún
var vígð 1298. Hún var áður nunna á Munka-
þverá. Um hana er sú saga sögð, að þann vetur,
er hún var að J>verá (c. 1295) og hafði tekið hrein-
lífis-búning, fjekk hún svo mikinn augna-krankleika^
„at hún mátti sjer ekki við heilagra bóka lestr
skemmta, ok eigi þóttist hún heldr psaltara á bók
mega lesa, ok fyrir því hjet hún til almáttigs guðs
ok hins sæla J>orláks biskups sjer til þvílíkrar heilsu-
bótar, sem henni mætti bezt gegna“. Síðan rjeðst
hún til Skálholtsferðar, og var teymt undir henni
allt til Miðfjarðarár. En er hún þóttist það ekki
lengur mega þola, þá sagðist hún treysta sjálfum
guði og hinum sæla þorláki biskupi, að nokkur
bót mundi verða á hennar máli. Sfðan reið hún
sem heilbrigð væri í Skálholt, og varð næsta dag
eptir messu heileyg báðum augum. Hún mun
hafa dáið 1299. — (Bisk.s. I., 375-—376.; Esp. Árb.;
ísl. ann.; Hist eccl. II., 150.; IV.).
2. Hallbera þorsteinsdóttir, sem þegar var nefnd,