Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 252
252
var vígð abbadís 1299. Hún var dóttir porsteins
bónda Halldórssonar, prests í Saurbæ, Dálkssonar,
Bersasonar, Dálkssonar, og Ingigerðar Filippusdóttur,
Sæmundssonar. Hún var því systir Gúðrúnar, er
Benedikt átti fyrri, en síðar herra Kolbeinn Auð-
kýlingur. 1315 staðfesti Auðunn biskup stofnun
klaustursins og allar aðgerðir Jörundar biskups í
því efni, og gjörði brjef um (prent. í Hist. eccl. n.,
164.—166.). Hallbera abbadís dó 1329 eða 1330,
og þótti verið hafa hin göfgasta og ágætasta kona.
— (Bisk. s. I., 872.; Esp. Árb.; ísl. ann.; Sturl. I.,
7.; Hist. eccl. II., 158.; IV.).
3. Guðný HelgacLóttir var kosin abbadís eptir lát
Halldóru, en eigi vígð fyr en síðar af Agli biskupi
Eyjólfssyni 1332. — (Bisk. s. I., 872., 913.).
í „ísl. ann.“ segir svo, ár 1330: „andaðist Hall-
bera abbadís að Stað, en kjörin systir Katrín“.
4. Guðrún nokkur varð abbadís 1332. J>á var
sá ráðsmaður þar, er Páll hjet; hann keypti klaustr-
inu reka mikla af Benedikt Kolbeinssyni og Kol-
beini syni hans fyrir 40 hundruð í fríðum og ó-
fríðum peningi. — (Esp. Árb.).
í „ísl. ann“. segir svo ár 1332: „vígð Kristín
abbadís til Staðar“.
5. Kristín var abbadís langa hríð. Hennar get-
ur 1343, er hún samþykkti vitnisburð |>orgeirs prí-
ors á Jdngeyrum og Eirfks klerks um sölu Bene-
dikts Kolbeinssonar á reka til Staðar í hönd Páli
Staðarráðsmanni, að Hjaltabakka n. dag jóla.—
(Esp. Árb.).
6. Guðný, er abbadís varð eptir Kristínu, dó
1369. — (Esp. Árb.; ísl. ann.)1.
1) Finnur biskup (Hist. eccl. IV., 107.) telur eigi Guðrúnu,
sem hjer er talin hin 4. abbadís að Stað. þykir honum lík-