Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 253
253
7. Oddbjörg jfónsdóttir, nunna úr Kirkjubæ, vígð-
ist abbadís 1369. 1373 fór fram vitnisburður um
svo nefnda „Ólufar-parta“; það voru rekar nokkrir,
er Benedikt Kolbeinsson gaf með Ingibjörgu dóttur
sinni staðnum í Reyninesi. 1378 lauk Narfi Reyni-
nesstað 30 hundruð í fríðu. þá var sá ráðsmaður
klaustursins, er Brynjólfur Bjarnason hjet. 1380
fór fram próventukaup milli Oddbjargar abbadísar
og Jóns prests Bjarnasonar. Oddbjörg dó 1389.
— (Esp. Árb.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV., 108.).
8. Ingibjörg Ornólfsdóttir (—Runólfsdóttir) var
vígð 1390 (eða 1391). 1394 gaf Loðinn Skeggja-
son henni próventu sína með jörðinni Heiði í Skörð-
um og ítökum. Ingibjörg dó 1401 (eða 1402).—
(Esp. Árb.; ísl. ann.; Hist. eccl. IV., 108.).
J>að má ætla, að klaustrið á Reynistað hafi eigi
orðið út undan i plágunni miklu eptir aldamótin
1400, og að þá hafi klaustrinu hnignað. Eptir
pláguna hefur klaustrið nokkur ár verið forstöðu-
litið, enda nunnurnar fáar. Engin var þar abbadís
um allmörg ár, en systir J>órunn (J>óra) Orms-
dóttir var þar pnorissa frá árinu 1408. Var það
ár samin skrá yfir „inventarium“ klaustursins, er
Björgólfur prestur Illugason ljet þar ráðin laus, en
þær tóku við þórunn Ormsdóttir og J>uríður Hall-
dórsdóttir. þórunn var síðan priorissa um mörg
ár. 1413 var tekin i klaustrið Steinunn dóttir, Björg-
ólfs prests, og Sigríður frændkona hans, og gaf
hann kiaustrinu með þeim 50 hundruð. 1421 lagði
Jón biskup Tófason til klaustursins Hof á Höfða-
strönd. 1426 samdi Jón ábóti í Veri skilmála milli
legt, að Guðný (Helgadóttir) hafi dáið 1332, og Kristín tekið
við sama ár, og svo önnur truðný komið eptir hana og dáið
1367.