Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 254
254
f>órunnar príorissu og’ Björgólfs prests. Arið ept-
ir gaf Illugi f>órunni með sjer í próventu jörð á
íbishóli. 1429 staðfesti Jón biskup gjöf hinna fyrri
biskupa til Reynistaðarklausturs. 1432 tók Jón bisk-
up Vilhjálmsson Margrjetu Bjarnadóttur inn i
klaustrið með 60 hundruðum, að hún væri þar syst-
ir, og vígði þá 8 systur í klaustrið. — (Esp. Árb.;
Hist. eccl. II., 575.; IV.).
9. þóra nokkur var eptir J>órunni príorissa í
klaustrinu fyrst, en var síðan vfgð abbadís 1437 með
samþykki systra. Goðsvin biskup í Skálholti, er þá
var umboðsmaður Hólabiskupsdæmis, vígði hana.
—Hún hefur dáið fyrir 1443.—(Esp. Árb.; sbr. Hist.
eccl. IV.)1.
10. Barbára var síðan abbadís. Hennar getur
1443, er Goðsvin biskup staðfesti þá kaup hennar á
jörðinni Skíðastöðum (21. júií>; en hún keypti þá
jörð fyrir 50 hundruð af Guðmundi Björgólfssyni og
Ragnheiði f>orvarðsdóttur, konu hans. f>á hjet og
Ulfhildur Ketilsdóttir Barbáru því, að gefa klaustr-
inu allar bækur sínar, hvort sem hún yrði þar nunna
eða eigi. Barbáru abbadísar er enn getið 145Q. 1460
samþykkti Olafur biskup Rögnvaldsson sölu Bar-
báru á hálfu Brúarlandi i Deildardal fyrir Syðra-
Vatn í Tungusveit.—Síðan getur eigi Barbáru abba-
disar, og hefur hún að líkindum dáið 1460.—(Esp. Árb.;
Hist. eccl. IV.).
Agnes var skipuð eptir hana príorissa að Reyni-
1) Finnur biskup (Hist. eccl. IV.) gjörir eina úr þeim f>ór-
unni Ormsdóttur og þóru þessari, og nefnir hana J>óru Orms-
dóttur, er hann telur fyrst getið 1413 og dauða fyrir 1443. Mjer
þykir líklegra tímans vegna, að hjer sje um tvær að ræða, og
að eigi sje ruglingur á nöfnum þeirra. Finnur getur þess, að
Björn á Skarðsá nefni |>óru abbadís 1453 ; en þar mun ártalið
rangt; og mun þetta vera f>óra sú, er jeg hef hjer talið.