Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 255
255
stað. Ólafur biskup Rögnvaldsson skipaði hana prí-
orissu 3. marzmán. 1461 með þeim skilmálum, að
hún sýndi biskupi hlýðni og trúleik, minnki með
engu móti klaustursfjeð, skipi sjálf engan ráðsmann,
og gjöri engin jarðaskipti án biskupsleyfis. En eigi
hefur hún lengi haft forstöðu klaustursins að því
sinni.
10. Margrjet var síðan þar abbadís, Hennar
getur árið 1463, er Ólafur biskup Rögnvaldsson ljezt
fyrir bón hennar og annara mundu gefa upp 10
hundruð porsteini presti Jónssyni, er lofað hafði að
lúka Hólakirkju 60 hundruð fyrir reikning ráðs-
mennsku sinnar, siðan Gottskálk biskup dó1.—(Esp.
Árb.).
11. Agnes, sú er fyr getur að skipuð var príor-
issa, var síðan abbadís um langa hríð, eða nær 40
árum.—Hún dó 1507.—(Esp. Árb.; Hist. eccl. IV.).
12. Solveig Rafnsdóttir, lögmanns Brandssonar,
var eptir hana abbadís. Hún hafði gjörzt nunna í
klaustrinu 1493, og gaf með sjer Skarð í Fnjóska-
dal ; en var vigð abbadís á nýársdag 1508. 1515
stefndi hún Brandi Ólafssyni um fiskatoll til Hofs-
kirkju á Skagaströnd; það mál dæmdi Jón prestur
Arason og 5 prestar aðrir. 1524 nefndi Pjetur prest-
ur Pálsson presta í dóm að Víðivöllum um ákæru
Solveigar á hendur Jóni nokkrum Guðmundssyni.
Solveig var enn abbadís, er siðaskiptin komu hjer
til lands, og var hún hin síðasta abbadís á Reyni-
stað, er klaustrið þá var tekið undir konung og
klausturlifnaður ijell niður (1551). Fylgdu Reyni-
staðaklaustri 46 jarðir. Konungur sá Solveigu sem
öðrum klaustramönnum fyrir lífsuppeldi, og lifði hún
síðan 11 vetur, og varð mjög gömul.
1) Margrjet er eigi talin í „Hist. eecl.“ IV.