Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 256
256
Svo er sagt, að Solveig abbadís hjelt undir skírn
barni Gunnars bónda Gíslasonar og konu hans Guð-
rúnar Magnúsdóttur, Jónssonar biskups; var barnið
látið heita Solveig eptir nafni hennar, og kvað þá
abbadísin stöku þessa:
„Sjertu af guði gædd og vís;
haiin gjörir þig nógu ríka;
sú hin unga abbadís
allvel skal mjer líka“.
Solveig abbadís dó 1562. Gunnar bóndi, er nefndur
var, hjelt þá staðinn, og enn lifðu þar þá systur
nokkrar.—(Esp. Árb.; Hist. eccl. IV.).
X. Ilöðruyallaklaustur.
J>að klaustur setti Jörundur biskup þorsteinsson
á fót um sama leyti og Reynistaðarklaustur (1295 eða
1296), og skyldi biskup vera ábóti þess, en príor-
ar skyldu stjórna helgisiðum og öllum klausturlifn-
aði, en ráðsmaður skyldi sjá um fjármálin, og skyldi
biskup skipa hvorntveggja. Jörundur biskup lagði
mikið fje til klaustursins, og ljet smiða þar kirkju
fagra (1302 eða 1303), og skipaði ráðsmann yfir stað-
inn. þ>ar var kanoka-klaustur eða Ágústínsregla.—
(Bps. I., 801.; ísl. ann.; Sv. N.: „Prt. og Próf.“ 177.;
Hist. eccl. II., 150.—151.).
1. Teitur hjet hinn fyrsti príor þar, vígður árið
1297. Eigi vita menn um hann meira, og andaður
hefur hann verið fyrir 1316. — (Bps. I., 801.; Hist.
eccl. IV., 98.).
1316 bar svo við, að klaustrið brann á Möðru-
völlum, svo og kirkjan, og týndust þar allar klukkur
og allur kirkjuskrúði. Fjell þar þá niður klaustur-
lifnaður, en Auðunn biskup ljet skipa bræðrum á