Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 257
257
prestavistir; varð bróðir í>orgeir þingaprestur í Lög-
mannshlið, en pórður á Víðivöllum; en þeir porbjörn
ogBrandur fóru heim til Hóla og önduðust þar; en
Ingimundur Skútuson fór til Noregs og gekk þar í
klaustur að Elgisetri. Stóðsvo 1323, er Lárentius Kálfs-
son varð biskup, en allur ávöxtur af klaustrinu gekk
til Hólastaðar. En er Lárentius var í Noregi(i32 3)
og var vígður biskup, kom bróðir Ingimundur Skútu-
son fram með kæru á hendur biskupi og Hólastað
fyrir það, að upp væri genginn kostur á Möðruvöll-
um, og burt reknir bræður allir, en Hólastaður og
biskup hefðu tekið undir sig allan ávöxt af klaustr-
inu. Kom kæra þessi fyrir erkibiskup. Lárentius bisk-
up svaraði svo, að klaustur á Möðruvöllum var upp
gengið í tíð formanns hans, Auðunnar biskups, og að
hann hafði gefið bræðrum þær sakir, að þeir hefðu
drukknir farið óskynsamlega með ljós, og kveykt í
reflum og skrúðakistu. Hefði Auðunn biskup eigi
þótzt skyldur að láta smíða þeim upp klaustur, er
brunnið hefði af þeirra vangeymslu. Erkibiskup
gjörði þann úrskúrð á, að klaustur það, er stofnað
væri í fyrstu, ætti að standa um aldur og æfi, ef
engin forföll meina ; og úr því að tekjur klausturs-
ins hefðu gengið til Hólastaðar, þá mundi Hóla-
biskup eiga að gjöra upp klaustrið, en bræðurþeir.
er að því yrðu sannir, að hafa valdið brennunni,
ættu að rekast í harðasta klaustur. Kvaðst hann
mundu skipa dómsmenn úti á íslandi, að dæma sín
vegna um mál þetta. Lárentius kvað sjer það vel
lika, og var svo málið kyrt um sinn.
1326 kom út bróðir Ingimundur Skútuson með
brjefum Eilifs erkibiskups um Möðruvallamál. Voru
þeir Jón biskup Halldórsson í Skálholti og f>orlák-
ur ábóti í Veri skipaðir dómsmenn i málinu. Stefndu
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VIII. 17