Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 258
258
þeir þeim Lárentiusi biskupi og bræðrum klausturs-
ins að Möðruvöllum. í>eir bróðir Ingimundur, þ»or-
geir og fórður, sem þá lifðu af þeim lifnaði, sóttu
þar málið á hendur biskupi. Biskup hafði lík svör
sem fyr, en kvaðst í öllu vilja hlýða erkibiskupi.
Bauð hann að láta gjöra upp klaustrið svo vel og
skjótt, sem auðið væri, og svo margir bræður væru
inn teknir, sem verið hafði, er Jörundur biskup and-
aðist, og fá þeim skipað í kost og klæði, sem þeir
höfðu um daga Jörundar biskups. „Viljum vjer
skipa príor yfir lifnaðinn, en vera sjálfur þeirra á-
bóti, og skipa ráðsmann yfir staðinn og hans fje“,
og skyldi öllu hagað, sem Jörundur biskup hafði
til skipað í fyrstu. Að þessu boði gengu þeir bræð-
urnir, og var brjef um gjört. Skildu þeir biskup-
arnir með blíðu.
Nú lætur Lárer.tius biskup gjöra upp klaustrið
með hinum beztu föngum, er kostur var, og var
2. þorgeir bróðir skipaður prior 1326, en J>or-
kell Grímsson ráðsmaður. En um veturinn eptir
rufu þeir bræður allt sáttmálið við biskup. Ingi-
mundur Skútuson fór á föstunni suður í Skálholt,
og kærði það fyrir Jóni biskupi, að eigi hjeldi Lár-
entius biskup sáttmál það, er gjört hafði verið sum-
arið áður. Ritaði þá Jón biskup Lárentiusi biskupi,
og kvaðst mundu koma norður að sumri, að leggja
endilegan úrskurð á þetta mál. Lárentius biskup
svaraði honum því, að þeir þorlákur ábóti hefðu eigi
framar vald á því máli. Varð þá Jón biskup afar-
reiður, og sendi menn norður að stefna Lárentiusi
biskupi; en hann vildi eigi hlýða stefnunni. Um
sumarið (1327) riðu þeir Jón biskup norður að Möðru-
völlum, og ljet Lárentius það að orðum klerka sinna,
að hann kom þangað og. Jón biskup vildi þá eigi
annað heyra, en að príor á Möðruvöllum hefði öll