Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 259
259
fjárráð á hendi, og varð á sá endir, að Lárentius
biskup játaði, að bræður skyldu hafa völd yfir ver-
aldarráðum, „heldur en vjer deilim, ef erkibiskupinn
vill þessa gjörð stöðuga halda“. Var nú J»orgeir
skipaður príor, og ljet biskup afhenda honum fje
allt klaustursins í föstu og lausu.
Eigi undi Lárentius biskup málalokum þessum, og
sendi því utan sira Egil Eyjólfsson á Grenjaðarstað,
er biskup varð síðar, og á fund erkibiskups með
brjefum sínum, og tók erkibiskup honum vel. En
er Jón biskup í Skálholti frjetti utanför sira Egils,
þóttist hann eigi mega kyrru fyrir halda, og sendi
utan sira Arngrím Brandsson að Odda, til að flytja
sitt mál við erkibiskup ; voru þeir sendimennirnir
saman hjá erkibiskupi um veturinn, og fjell vel á
með þeim. Sira Egill flutti áhugasamlega mál
Lárentiusar biskups, en sira Arngrimur lagði alla
stund á að nema organlist, en aldrei minntist hann
á Möðruvallamál við erkibiskupinn, þvi að hann þótt-
ist sjá, að eigi mundi tjóa.
Nú er að segja frá þeim bræðrum á Möðruvöllum,
að eigi sýndu þeir forsjá mikla i fjárgeymslunni ;
fjekkst í með þeim bóndi sá, er Uppsala-Hrólfur hjet,
og fleiri bændur, og höfðu setur á Möðruvöllum, og
varð kostnaðarsamt. fóttist porgeir prior eigi fá af
Lárentiusi biskupi fje það allt, er klaustrinu hefði
fylgt að fornu, og reið suður til Skálholts, að kæra
það fyrir Jóni biskupi. Jón biskup gaf þá klaustr-
inu kaleik gylltan og hökla tvo. Skildu þeir biskup
með blíðu.
Um vorið eptir páska reið Lárentius biskup til
Möðruvalla, því að svo var sagt, að þar væri skorf-
ur bæði matar og heyja. Var þar fyrir fjöldi bænda
með vopnum, og fjekk biskup ekki að gjört. Reið
17*