Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 260
260
hann þá til Munkaþverár og- var þar tvær nætur í
góðu yfirlæti með Bergi ábóta. f>aðan reið hann
aptur til Möðruvalla. Var þá á brottu fjölmennið.
Eigi vildi príor sýna honum kost og hey nje fjenað,
og eigi láta lykla af höndum. Biskup ljet þá taka
lyklana af þeim nauðugum; sýndist þá mjög óbyrgt
um mat og hey. Skipaði biskup þá ráðsmann yfir
Qe staðarins. f>orgeir hafði hann á brott með sjer,
en skipaði
3. Steindór Sokkason príor(i328). Hannvarbróð-
ir Bergs ábóta. Tók Lárentius biskup nú undir sig
forráð klaustursins, og kvaðst vænta, að svo mundi
falla úrskurður erkibiskupsins, enda reyndist svo.
Sira Egiil kom út um vorið með brjef erkibiskups
og kórsbræðra, þa rsem samþykktur var og staðfest-
ur hinn fyrri samningurinn. Tók Lárentius biskup
nú algjörlega undir sig öll völd á Möðruvöllum, og
hjelt bræðurna að öllu sem Jörundur biskup hafði skip-
að, er hann stofnaði klaustrið.—Fyrir andlát sitt gaf
LaurentiusbiskupbræðrumáMöðruvöllum io hundruð.
(Bisk. s. I., 840., 844., 856.—870., 875.; Esp. Árb.;
Hist. eccl. II., 152., 179.; IV., 99.).
1343 fangaði Ormur biskup Ásláksson 3 bræður
á Möðruvöllum fyrir sakir, er hann gaf þeim, og
setti þá í járn.—(ísl. ann.; Esp. Árb.).
J352 byggði Ormur biskup klaustur á Möðruvöll-
um fjelausum presti; skyldi hann fæða 5 bræður og
þeirra þjónustumenn, og tvo kennimenn, því að
Ormi biskupi þótti bræður móti sinum vilja gjört
hafa, að þeir neituðu, að klaustrið væri fært til
Hóla, sem hann beiddi með sínu opnu brjefi (ísl.
ann.).
4. þórðnr Bergþórsson var þá skipaður príor;
hann dó 1372 (ísl. ann.). 1353 tók J>orsteinn prest-
ur Eyjólfsson Möðruvöllu til meðferðar (ísl. ann.).