Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 262
262
bóta á fóngeyrum og 4 prestum nyrðra, að taka
reikning sín vegna af Jóni presti Pálssyni fyrir ráðs-
manns-hans og officialis-starf. 1442 gaf Björn Jóns-
son til Möðruvallaklausturs hlut í Yxnadalsheiðar-
skógi, og tók Sigurður príor á móti. 1443 var hann
skipaður til að rannsaka mál Jóns Pálssonar. 1444
samþykkir hann ásamt fleirum Gottskálk biskup fyr-
ir biskup sinn og fullkominn formann. 1445 var
hann í 6 presta dómi. 1448 gefur hann með öðrum
út vitnisburð um árlegan osttoll til Hólakirkju af
skattbónda hverjum milli Hrauns á Skaga og Hrauns
i Fljótum. 1452 getur hans við jarðakaup. 1445
var hann í dómi. 1456 arfleiddi hann Jón son sinn.
1468 var hann við sátt Olafs biskups og Páls bónda
Brandssonar um mál sira Jóns Pálssonar. 1475 hafði
hann jarðaskipti. 1478 samþykkti Olafur biskup
jarðaskipti hans við Magnús bónda Benediktsson.
1479 ritar hann ásamt öðrum undir skipunarbrjef O-
lafs biskups um æfinlega messu. 1492 hafði hann
jarðaskipti við Olaf biskup,og getur hans að því síðast.
(Esp. Árb.; Hist. eccl. II., 392., 593., 612.; IV., 101.).
Eigi vita menn, nær Sigurður príor hafi dáið, en
næstur príor eptir hann var, að því er kunnugt er,
7. Nikulás þormóðsson. Hann varð i48oprestur
að Upsum Eigi vita menn, nær hann gjörðist prí-
or ; en príor var hann orðinn (fyrir) 1502. Hann
tók upp fátæka stúlku, er f>órey hjet, og átti hún
tvo sonu, er hjetu f»orsteinn og f>orbjörn. Ætluðu
sumir, að Nikulás príor væri faðir þeirra, þó að það
mætti eigi upp bera. Eru þaðan ættir runnar. 1504
er Nikulásar getið við dóma og gjörninga. 1506 er
hann ( 12 presta dómi um ákæru Gottskálks biskups
til Páls J>órólfssonar um 6 málnytukúgildi. 1507 er
hann fyrstur í dómi um ákæru biskups til Höskuld-
ar Runólfssonar um tíundarhald. 1512 er hann í