Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 263
263
dómi með Einari ábóta á pverá og Jóni ábóta á f*ing-
eyrum ; svo og í öðrum dómi, og við jarðaskipti
Gottskálks biskups. 1513 er hann í dómi að Víði-
völlum með Einari ábóta að J>verá og 10 prestum
um lambaeldi frá Reynistaðarklaustri. 1515 var
hann í dómi um jörðina Kaldaðarnes í Bjarnarfirði,
er þeir deildu um Gottskálk biskup og Eiríkur á-
bóti á Jdngeyrum. 1517 er hann í dómi um Syðsta-
Hvamm á Vatnsnesi. 1520 er hann við staddur, er
Gottskálk biskup telur jarðir sínar. Eptir dauða
Gottskálks biskups var hann á samkomu klerka
norðan Yxnadalsheiðar, er samtóku af sinni hendi,
að Jón prestur Arason skyldi sjá um dómkirkjuna
og fje hennar. — Nikulás príor dó 28. okt. 1521.—
(Esp. Árb.; Hist. eccl. II., 629.—644.; IV., 101.).
8. Jón Finnbogason var síðastur ábóti að Möðru-
völlum. Hann var sonur Finnboga lögmanns Jóns-
sonar og Málfríðar Torfadóttur, Arasonar. 1491 varð
hann prestur að Múla, og er þá kallaður „djákni“
(Sv. N.: „Prt. og próf.“ 197.). 1517 er hann í dómi,
og er þá í Múla. 1520 er hann við staddur, er Gott-
skálk biskup taldi jarðirnar, og er þá enn í Múla.
J>að ár varð hann officialis norðan heiðar, eptir dauða
Gottskálks biskups. 1524 varð hann príor. 1528
seldi hann Jóni biskupi Arasyni Lögmannshlíð.—Jón
príor dó 1546. Hans son var Torfi prestur í Saur-
bæ, er mikil ætt er frá komin. — (Esp. Árb.; Hist.
eccl. IV.; og segir þar, að Jón príor hafi 1494 orð-
ið prestur að Grenjaðarstað, og verið þar prestur
lengi; sbr. Esp. Árb. III., 32.).
Eptir það var enginn príor á Möðruvöllum. Jón
biskup Arason setti (1547) yfir klaustrið sira Björn
Gislason, Hákonarsonar, að Hafgrímsstöðum, af-
gjaldslaust, og stóð svo, meðan Jón biskup lifði.
Eptir daga Jóns biskups, er siðaskipti urðu, kom