Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 266
Orustan við Waterloo.
Eptir
Grím Thomsen.
p>að gefur að skilja, að það er mismunandi blær á
lýsingunum á þessum bardaga, eptir þvi hvaðan
þær stafa, hvort höfundarnir eru Frakkar, enskir,
þýzkir eða Hollendingar. Jeg hefi lesið allt, sem
jeg hef komizt yfir, um orustuna, sögu Napóleons
og Soults, brjef Wellingtons, frásagnir f>jóðverja og
Hollendinga, og ýmsar lýsingar eptir sagnaskrifara
allra þessara þjóða, svo sem Thiers, Victor Hugo,
Stendhal, og margar enskar eptir hina og þessa, og
loks eina ágæta hollenzka eptir van Lennep. Hefi
jeg fyrst og fremst tekið það, sem öllum ber saman
um, og þá það, sjer í lagi eptir van Lennep og
Stendhal (hinn síðari var sjónarvottur), sem mjer
virðast sterkastar líkur fyrir að satt sje og hlut-
drægnislaust. Sjálfur fór jeg fyrir allt að 40 árum
síðan um vígvöllinn, og hefi komið bæði að Water-
loo, Mont St. Jean, Belle Alliance, Papelotte,
Planchenoit, og fleiri stöðum þar í nánd.
Rjett fyrir sunnan borgina Brussel er hinn svo
nefndi Soignes-skógur, og suður af honum aptur
þorpið Waterloo, þar sem hertoginn af Wellington
nam staðar eptir bardagann við Quatre Bras þann
16. —17. júni 1815, og hafði höfuðaðsetur sitt þann
17. —18. sama mánaðar. Frá Waterloo hækkar