Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 270
270
Liðsaflinn var þessi: Napoleon og Wellington
höfðu hvor um sig um 70000 manns, þar af Frakka
megin 15000 manns riddaralið, en Englendinga meg-
in 13000 riddarar. f>á hafði Napoleon 246, en Well-
ington 200 fallbyssur. Flestum kemur saman um,
að allt lið Napoleons hafi þann dag verið einvalalið;
margar hersveitir voru hinar sömu, er lengst höfðu
verið í orustum með honum fyr meir, en komnar
voru aptur úr herleiðingu eptir friðinn 1814; sumar
höfðu átt í hernaði við Enska á Spáni og allflestir
voru æfðir og margþvældir hermenn. En á góðum
herforingjum var heldur þurð. Að undanskildum
þeim Ney, Soult, Lobau og Drouot (fallbyssuliðsfor-
ingja), var lítið um hinar gömlu hetjur frá 1808—1809.
f>ar vantaði Lannes, Gudin (báðir fallnir), Massena,
Mortier, Murat, Berthier, er manna bezt kunni að
flytja skipanir Napoleons, og einkum og sjer í lagi
hinn óbifanlega Davoust, sem einmitt hefði verið
rjetti maðurinn til að eiga við Englendinga. Af her
Wellingtons var rúmur helmingur, 40000 manns,
einvalalið, sem sje 30000 manns flestir Bretar, er
barizt höfðu með honum í Portugal og á Spáni, ein
stórsveit (brigade) af Hollendingum og Belgum undir
Chassé með viðurnefninu general bajonette (o: högg-
orustuhöfðingi), er áður hafði barizt með Napoleon
og undir hans leiðsögu, og loks nokkrir Hannóverj-
ar, Hollendingar og Nassau-menn undir prinsinum
af Oraníu; en hitt liðið var, eins og líka sýndi sig
um daginn, óharðnaðir viðvaningar og samtíningur
úr öllum áttum. En hershöfðingjarnir voru Eng-
lendinga megin allir öruggir, flestir gamlir fjelagar
Wellingtons frá Spáni, Hill, Picton, Alten, Halkett,
Uxbridge, Ponsonby og hinir—prinsinn af Oraníu,
Chassé og hertoginn af Saxen-Weimar—að minnsta