Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 271
271
kosti einbeittir í því að halda til streitu gegn Napo-
leon og Frökkum.
f>ann 17. júní 1815 og nóttina milli þess 17. og
18. hafði rignt svo, að allir vegir voru því nær ófær-
ir fyrir herlið; voru engin tiltök að aka fallbyssum
um völl eða akur—en vígvöllurinn við Waterloo er
annaðhvort—;hestar lágu í vaðlinum og allir vatns-
skurðir voru uppbólgnir. þ>ar á ofan bættist, að
nauðsyn var að þurka og fægja vopn og verjur, og
var því ekki kleyft, að hefja orustuna fyr en
skömrnu fyrir hádegi, enda rjeð skotliðsforinginn,
Drouot, því Frakka megin, hvenær bardaginn byrj-
aði. Napoleon varði því morgninum til þess að kanna
lið sitt, og segir Thiers svo frá, að honum hafi fund-
izt mikið til, og þótzt hafa fyllsta traust til þess,
að orustan mundi vinnast. Segirsami höfundur, að
þegar keisarinn var búinn að skýra frá, hvernig
hann ætlaði sjer að haga bardaganum um daginn,
hafi þeir Soult og Reille, er báðir voru kunnugir
hernaðar-aðferð Wellingtons frá Spáni, og báðir
höfðu borið lægra hlut fyrir honum þar—hafi þeir
varað Napoleon við, að gegn Wellington þyrfti frem-
ur á kænleik en áhlaupum að halda, því „hann
stæði fast í stigreipunum". Sumir (van Lennep)
álasa Napóleon fyrir, að hann hafi dregið of lengi
dags að heíja orustuna; en ásigkomulag veganna er
næg afsökun. Drouot nagaði sig raunar síðar í
handarbökin fyrir það, að hann, sökum skotliðsins,
hefði talið úr að byrja skothríðina fyr, en bætir við:
„engum kom þá til hugar, kl. 10 til 11 fyrir hádegi
þann 18. júní, að Grouchy mundi láta sig vanta um
daginn“. Enda sýndi það sig síðar, að þyngstu fall-
byssum Napóleons (12-punda-kýlingunum) varð
varla komið við, svo að gagni væri, fyrir ófærð og
sökkvanda.