Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 274
274
settum og þrísettum skjaldborgum (teningsmyndað-
ir herflokkar—carré). Ellefu áhlaup gerði Ney með
svo litlum sparnaði á fólki, að Napoleon, eptir
sögusögn Thiers, sagði við Soult, er þá í stað
Berthiers gekk keisaranum til handa með alla ráð-
stöfun á bardaganum: „hann (Ney) lætur of snemma
skríða til skara.“ Bretar stóðu sem steinveggir;
ekkert heróp heyrðist, og ekkert var talað nema:
,,þ>okum oss saman,“ þegar menn fjellu úr röðinni,
og þó Ney bæði kæmist aptur fyrir fallbyssuröð
Wellingtons — milli meginhers Breta og fallbyssu-
raðanna — og þó skjaldborgirnar minnkuðu að mun
ummáls við mannfallið, þá stóðu þær f sömu spor-
um, og segir Stendhal svo frá, að reykjarmekkirn-
ir stóðu ávallt í sama stað, yfir og umhverfis skjald-
borgir Breta, en riddararaðirnar frakknesku ýmist
hleyptu að i riðlutn eða hrukku frá, eins og þeg-
ar knetti er varpað fram og aptur. Ekki fjekk
Ney heldur náð fallbyssum Wellingtons og flutt
þær með sjer, því aktygi og akhesta höfðu skot-
menn tekið með sjer inn í skjaldborgirnar, og án
þeirra var ómögulegt að hreifa hinar þungu fall-
byssur. F.n í hvert skipti sem Frakkar hurfu frá,
til þess að taka hvíld, eða sækja sjer liðveizlu,
sneri skotlið Breta aptur að fallbyssunum, og sendi
riddurum Frakka banvænar sendingar, þangað til
þeir hófu nýtt áhlaup. Fimm hestar voru skotnir
undir Ney um daginn, sjálfur var hann ósár, en
þess fleiri fallnir af liði hans, og segir sjónarvottur
(Stendhal) svo frá, að það hafi verið ófögur sjón,
að sjá kúlurnar skvetta upp bleytunni, sem vaðið
var yfir, eins og í versta grjótkasti, og heyra þær
skella á brynjum riddaranna, og hafði hver jafnan
mann fyrir sjer, en sjá hestana hlaupa um völlinn