Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 275
275
með upprifinn kviðinn og flækja fæturna í görnum
sjálfra sin.
Meðan á þessu stóð — stundu eptir nón — heyrð-
ist skothríð í austur af vígvellinum í sömu stefnu
og Planchenoit. Hugði Napoleon í fyrstu, að þetta
mundi vera hersveitir Grouchy (30000 manns), er
keisarinn morguninn áður (hinn 17.) hafði sent til
að reka flótta Bliichers og Prússa eptir bardagann
við Ligny, sem Napoleon hafði unnið þann 16., og
hafði keisarinn jafnframt lagt fyrir Grouchy, að
þegar hann væri búinn að reka af sjer Prússa og
fleyga sig inn á milli þeirra og Breta, skyldi hann
flýta sjer á vígvöllinn við Waterloo þ. 18. En
þetta reyndist ekki svo. Thiers hefur allar þær
skriflegu skipanir prentaðar, sem Grouchy voru
gefnar, en— satt er bezt að segja: þær voru hvorki
hreinar nje ljósar, og kom nú fram, hver munur var
á Berthier til að færa vilja Napoleons í stílinn, eða
Soult, sem á þessum degi hafði það vandastarf á
hendi. Nei! þ>að var ekki Grouchy, sem koim
Sá her, sem nú bar óðum að, voru prússneskar
sveitir undir Bulow, 15—20000 manns, er nú komu
hægra fylkingararmi Napoleons í opna skjöldu hjá
Planchenoit. Af þessu leiddi þrennt: 1., varð keis-
arinn að senda Lobau herforingja með sveit manna,
hjer um bil 8000 manns af ungu lífvarðarmönnun-
um og 2000 manns af hinum eldri, gegn Búlow,
svo að fylking Frakka, sem 1 öndverðu hafði verið
þannig :
18*