Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 278
278
hafði Napoleon færra lið óþreytt, því þeir, sem bar-
dagann sækja, eins og Frakkar höfðu gert um dag-
inn, leggja ávallt meira í sölurnar. Báðir vonuðu
því, annar upp á Blucher, hinn upp á Grouchy.
Sól lækkaði nú óðum, því sumarlangur dagurinn
er mun skemmri suður í Belgíu, heldur en á ís-
landi. Sá Napoleon því, að ekki var til góðs að
gera, mjög áliðið dags, en lítið á unnið, margir
fallnir, fleiri óvígir og flestir vigmóðir. Skipar hann
því Reille, að láta skríða til skara gegn Hougou-
mont, d’Erlon að ráðast á Papelotte, og sendir jafn-
framt Ney með 4000 manns af unga varðliðinu, um
þúsund manns af brynjuðum riddurum og varðliðs-
dragúnum (dragons de la garde) ásamt 40 fallbyss-
um gegn fylkingarbrjósti Wellingtons upp veginn
vestanhallt við Haye sainte. Fyrir fremri röðinni í
miðjum her Englendinga var prinsinn af Oraniu —
síðar Vilhjálinur II., konungur Hollendinga. —
Sendi hann þegar 2000 manns gegn skotliði Neys;
en það kom fyrir ekki. Sjálfur fjell prinsinn sár
af hestbaki og var borinn burt úr orustunni, og
auk þess fjellu af foringjum Breta : Alten og Om-
pteda, og Halkett varð óvígur, en herflokkur þeirra
hopaði aptur, með hálfri tölu. Ungu varðliðssveit-
ina frakknesku bar nú nær ; fór hún allt annað en
geyst ; allir með byssurnar á öxlinni, eins og við
heræfingar í friði. Af þessu stóð Enskum mestur
beigur (van Lennep). En — er þeir voru komnir í
skotmál og búnir að miða byssunum, skipaði Well-
ington sínum mönnum að leggjast á grúfu. Varð
því lítið mein af, er skotin riðu að ; og í sama vet-
fangi býður Wellington varðsveit Maitlands (Mail-
lands guards) að ráðast á Frakka („up guards and
at them^). Varð Frökkum þá bilt við, enda sner-
ist þá mannfallið á þá. Ekki leið á löngu, áður