Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 279
279
en Maitlands menn hopuðu snögglega, því í sömu
svipan var Napoleon kominn sjálfur með það sem
hann átti eptir af gamla varðliðinu, og Ney var í
óða önn að vinna á skotliði Breta og nema burt
fallbyssur þeirra, því nú hafði hann meðferðis bæði
hesta og aktygi til þess að draga þær burt. Eng-
inn getur með vissu sagt, hvernig nú hefði farið; því
þótt orustan þá tæpri stundu fyrir náttmál hall-
aðist á Englendinga, þá kom í þessu Chassé frá
hægra fyikingararmi Wellingtons (Braine-la-ieud)
með sína stórsveit — 4 til 6000 manns — óþreytta til
þess að styrkja fylkingarbrjóst Breta. En — allt í
einu kemur hik á sjálfa hina gömlu varðmenn Na-
poleons. Sjá þeir nú frá brekkunni, að d’Erlon
heldur skyndilega undan frá Papelotte, áköf skot-
hríð heyrist þar austur af, og nýtt riddaralið, sem
ekki hafði fyr um daginn sjezt á vígvellinum, allir í
bláum búningi (Prússar undir Ziethen), hrekur hægra
fylkingararm Frakka undan sjer. Fjellst nú sjálfri
varðsveit Napoleons hugur, eins og von var, því
allir óttuðust að Prússar mundu innan skamms verða
komnir að baki sjer, milli sín og Belle Alliance,
en Wellington og Chassé lögðu hart framan að
Frökkum. Kúluhríðin var þá svo, að stríðshestur
keisarans, sem þó mun hafa verið vanur þess kon-
ar veðri, fældist undir honum, og hann varð að
hafa hestaskipti. Gjörði hann þá hina síðustu til-
raun til að frelsa herinn, með því að breyta fylk-
ingarskipun sinni þannig, að bregða smáskjaidborg-
um á yfir skáþveran vígvöll frá Mont St. Jean til
Planchenoit, eða frá útnorðri til landsuðurs, á
þessa leið :