Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 282
282
að i hernum, að foringjarnir hefðu svikið keisarann,
og var ýmsum hershöfðingjum, þótt sárir væru, mis-
þyrmt um nóttina og daginn eptir af sínum eigin
mönnum. Hvað satt var í þessum grun, er ómögu-
legt að segja; líklega var hann að mestu sprottinn
af þeirri óánægju, sem jafnan er slysum og óham-
ingju samfara. Eitt er víst, að enginn grunaði Ney
eða Drouot.
Á sjálfa orustuna er mér ofvaxið að leggja nokkurn
dóm, nema það væri sá, að Napóleon hafi ekki haft
nógu ljósa hugmynd um festu Wellingtons og Breta.
Svo er sagt, að þegar Halkett eða Alten um mið-
aptans bilið sendi til Wellingtons, til þess að biðja
um liðveizlu, því annars gæti hann ekki haldizt við,
þá hafi hertoginn átt að svara: „jeg hef ekki einn
mann aflögum; gjörið þér eins og jeg hef einsett
mér: standið þér þangað til þér fallið“. Og á Wat-
erloos vfgvellinum í nánd við Mont. St. Jan. stendur
eða stóð að minnsta kosti 1847 e'k> öll kúlusmogin,
J>ar stóð eða sat Wellington á hestbaki mest allan
daginn. Á St. Helena var Napoleon eitt sinn spurð-
ur um, hvernig farið mundi hafa, hefði Bliicher ekki
komið á vígvöllinn um sólarlagsleitið þann 18. júní
1815.—„Jeg veit ekki gjörla“, á keisarinn að hafa
svarað ; „að líkindum hefðum við báðir (Napoleon og
Wellington) orðið að liggja í herklæðum um nótt-
ina; því þótt hann hefði beðið ósigur, gat jeg ekki
rekið flóttann; Ney var búinn að brúka allt mitt
riddaralið upp og allir voru aðfram komnir af þreytu
og hungri. Og undan gat Wellington heldur ekki
dregið í myrkrinu, því hann hafði skóg að baki sér,
og það var yfirsjón afhonum, hefði illa farið. Lík-
legast er, að við hefðum orðið að taka til óspilltra
málanna daginn eptir (h. 19.)“. Helzt lftur út fyrir,
að Wellington hafi ekki ætlað sjer að flýja, hvern-