Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 283
283
ig sem færi, heldur láta sverfa til stáls, og einmitt
þess vegna vann hann orustuna. Sú sögn er til
meðal Frakka, þó varla sje hún hafandi eptir sem
áreiðanleg, að peningakaupmaður nokkur frakk-
ur, Ouvrard að nafni, sem Napóleon var vanur að
brúka til þess að hleypa upp verðskjölum á pen-
ingamarkaðnum, hafi komið á fund keisarans á víg-
völlinn þann i8.júní, stundu eptir nón, um það bil
er Biilow lagði að Frökkum við Planchenoit, og
spurt keisarann að, hvort ekki mundi óhætt að
bera þá gleðifregn til Parísarborgar, að orustan
væri unnin, svo verðskjöl gætu stigið i verði, og
hafi Napóleon átt að svara : „Flýtið þjer yður til
Parísar, og hleypið þjer upp skuldabrjefunum, en
okkar á milli: þessi bardagi vinnst eigi í dag“.
Um bardagaskipunina er þetta að segja, eptir
Napóleon sjálfum. þegar keisarinn kvöldið þ. 17.
ásamt sveininum Gudin reið með fram línum Eng-
lendinga, sá hann, að fylking þeirra var styrkari
hægramegin (að vestanverðu) heldur en vinstra-
megin (austanverðu). Lagði Napóleon það svo út,
að Wellington vildi ekki láta bola sig frá sjónum,
því sjóleiðis fekk hann frá Englandi allt sem hann
þarfnaðist, bæði menn, hesta, vopnabúnað o. fl., og
hafði hann af sömu ástæðu víggirt svo ramlega
Hougoumont, og sett þar til varnar nokkuð af sínu
hraustasta liði. Setti Napóleon sjer því að leggja
snarpast að vinstra, þ.e. eystra fylkingararmi Breta,
en Hougoumont (austanmegin) þurfti hann einmitt að
ná, til þess að hafa góða fótfestu fyrir sína eigin fylk-
ingu vinstra, þ. e. vestanmegin, meðan hann væri að
beita hægra, þ. e. eystri arminum. Af þessari ástæðu
hófhann orustuna þ. 18., með atlögunni að Hougou-
mont, en neytti allan daginn höfuðorkunnar gegn
vinstra fylkingararmi og fylkingarbrjósti Breta.