Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Síða 284
284
Gjörði hann þetta til þess að fleyg'a sig sem mest
hann mætti inn á milli Wellingtons og Bliichers,
og girða fyrir það, að þeir gætu náð höndum sam-
an. En það fór sem fór; þeir eigi að eins náðu
höndum saman, heldur föðmuðust við Belle Alli-
ance.
Af hernaðarlagi Wellingtons í þessari orustu er
sama að segja eins og stríðsmáta hans i öðrum
bardögum, svo sem Salamanca, Talavera, Fuentes
d’Onore, Vittoria, og fl. Hann víggirti jafnan ram-
lega áríðandi og velvalda bletti frammi fyrir og til
hliðar við fylkingu sína og hjelt þeim til streitu,
var gætinn og varðist jafnan framan af orustunni,
en versnaði, þegar á daginn leið, eins og Gustav
Adolph, var spar á kröptum og blóði liðsmanna
sinna, vel búinn að vopnum og öðrum föngum, og
sá her sfnum ávallt fyrir nægum og góðum kosti,
„því svangir geta Bretar ekki barizt“ er eptir hon-
um haft. Höfuðeinkenni hans var festa og þolgæði,
ekki hugvit og snarræði, eins og Napóleons. Allt
um það: kostir Wellingtons reyndust drjúgir einnig
við Waterloo, því þeir áunnu honum það traust, sem
aldrei bilaði. Meðan hann stóð, stóðu þeir og, sem
á hann þekktu, því hann hafði aldrei beðið ósigur,
og af því þeir stóðu, þangað til Blúcher kom,
vannst orustan. Svo þótt Prússar og sagnaskrifarar
þeirra (Wachsmuth o. fl.) eigni Blucher sigurinn
við Waterloo, þá mun þó hitt sannara, sem Thiers
einnig játar, að hann var að þakka hinni óbifanlegu
festu (fermété inébranlable) Wellingtons og hreysti
hins enska fótgönguliðs, sem Soult jafnan bar þanu
orðstír: „Enskir eru hið bezta fótgöngulið í norður-
álfunni; til allrar hamingju er svo lítið af því“.