Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 286
286
getum hugsað oss hina ósýnilegu þræði, er tengja
saman allar lifandi verur á vorri jörð; en — hvað líf
vort og sjálfsmeðvitund er í sjálfu sér, það vitum
vér ekki. Vér sjáum, hvernig þyngdarlögmálið kem-
ur fram sem algild regla í alheiminum, en vitum þó
ekki, hvað það er; svo er um alla hluti, að vér kom-
um loks að takmörkum, sem andi vor getur eigi
yfir stigið ; af þvf að maðurinn er í náttúrunni og
við hana bundinn, geta mannleg vísindi aldrei gægzt
út fyrir náttúruna, og séð orsakir hennar með reynslu
og tilraunum ; þar fyrir utan tekur trúin við. Trú
og vísindi geta því, eptir sínu innsta eðli, aldrei
komizt í bága hvort við annað. Vísindin fást ein-
göngu við það, sem menn geta komizt að með
reynslu, rannsókn og tilraunum, en skipta sér ekki
af því, sem liggur þar fyrir utan. Alþýða manna
blandar opt saman reynslu og trú, og gáir ekki að
takmörkunum, sem þar eru á milli. f>ó vér nú sjá-
um, að vér getum aldrei komizt að hinum fyllsta
sannleika, þá er ekki þar með sagt, að vér eigum
að leggja árar í bát ; það er skylda vor gagnvart
sjálfum oss, að reyna og prófa alla hluti; vér verð-
um að rækta þann blett, sem vér höfum til umráða
og færa út takmörkin, ef hægt er.
Mikill hluti af goðafræði og trúfræði fornþjóða og
villiþjóða er ekkert annað en tilraunir til þess að gera
sér grein fyrir náttúrunni. Fyrst framan af hætti
mönnum við að blanda öllu saman ; því athugunin
var eigi nógu skörp, og hugsunin hafði ekki gripið
orsakir og afleiðingar á réttan hátt. Hjá hinum
fremstu fornþjóðum fer þó snemma að bera á vís-
indalegum tilraunum. Hinir elztu grísku heimspek-
ingar reyndu 5—600 árum fyrir Krists burð að gera
sér grein fyrir uppruna heimsins og tilverunni; skoð-
anir sumra þeirra á grundvallaratriðum heimspek-