Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 287
287
innar eru opt furðu-líkar skoðunum manna nú á dög-
um, og mátti þó þekking þeirra og reynsla engin
heita í samanburði við það, sem nú er; því að í þá
daga höfðu menn enn ekki lært að spyrja náttúr-
una á réttan hátt, enda eru hugmyndir þeirra um
hið einstaka optast mjög óljósar og barnalegar. —
Anaximenes, sem var uppi á 6. öld fyrir Krist, sagði,
að himinlíkamarnir væru komnir fram við hring-
hreyfingu efnisins, og hefðu þétzt eins og lopt, og
er skoðun þessi mjög lík kenningu Laplace’s um
uppruna sólkerfisins. Lifandi verur sagði hann
að hefðu komið fram af verkunum sólarinnar f
vatni; síðan hefði myndazt landdýr og jurtir, og
seinast maðurinn úr fiskkenndu sædýri. Herakleitos
frá Efesus (um 500 f. K.) var hinn fyrsti, er sagði,
að heimurinn væri háður sífeldri framsókn til full-
komnunar; að myndir allt af breyttust, hvergi væri
ró, en allt af sífeldar efnabreytingar, og að stríðið
væri frömuður og faðir allra hluta. Empedokles (492
—32 f. Kr.) heldur því fram, að alstaðar sé í heim-
inum eintóm breyting og bardagi, og orsökin til
hlutanna sé ást og hatur frumagnanna; — það er að
segja : aðdráttur og hrinding þeirra innbyrðis. Af
þessari hinni sömu orsök heldur hann, að hinar lif-
andi verur séu til orðnar, og að þær hafi borið sig-
ur úr býtum og lifað, sem hentugastar voru og sterk-
astar í þessu sífelda stríði. Demokritos frá Abdera
(460—362) segir, að allir hlutir séu samsettir af frum-
ögnum o. s. frv. Skoðanir þessara spekinga höfðu
ekki að styðjast við neinar rannsóknir til muna eða
tilraunir; það var að eins hugmyndaflug gáfaðra
manna; þekkingin á náttúrunni var enn á mjög lágu
stigi.
Hinn ótölulegi grúi dýra og jurta á jörðu vorri
hefir þegar í öndverðu vakið athygli manna; menn