Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Side 288
288
hafa, þegar á lægsta stigi, tekið eptir mismun teg-
undanna, og gefið þeim nöfn til þess að greina þær
sundur, og til þess að eiga hægt með að þekkja
hvað frá öðru ; en langt var þangað til menn fóru
að hugsa um innbyrðis skyldleika tegundanna, og
tóku að raða dýrum og jurtum í flokka eptir eðli
þeirra og útliti. Aristóteles (384—322 f. Kr.) var í
náttúrufræðum öllum fremri, og ber höfuð og herð,-
ar hátt yfir alla fræðimenn fornaldarinnar í þeirri
grein ; dýrafræðin kemur eins og Mínerva altygjuð
út úr höfði þessa Júpíters. Aristóteles gerði meiri
rannsóknir en nokkur maður annar i fornöid; rit
hans bera vott um furðulega nákvæmar athuganir
og stórkostlega andagipt, ef menn skoða þau í réttu
sögulegu hlutfalli við þekkingu þeirra tíma. Niður-
röðun Aristótelesar á dýrarikinu stóð óhögguð í
1900 ár, þó henni væri, eins og eðlilegt var, ímörgu
ábótavant. Aristóteles skipti dýrunum í tvo aðal-
flokka, blóðdýr (enaima), og blóðlaus dýr (anaima).
Blóðdýrin skiptust í 4 flokka : 1., ferfætt dýr, er
fæða lifandi unga (tetrapoda sóotoka); 2., ferfætlur,
er verpa eggjum (tetrapoda óotoka); 3., tvífætlur
(bipoda), þ. e. fuglar; 4., fótalaus (apoda), þ. e.
fiskar. Blóðlausu dýrin skiptust í lindýr (malakia),
krabbabýr (malakostraka), skeldýr (ostrakoderma)
og skordýr (entoma). Af því að þessi skipting tók
ofmikið tillit til einstakra eiginlegleika, en eigi skapn-
aðarins alls, þá kom það fyrir, að óskyld dýr lentu
i sama flokki, t. d. leðurblökur taldar með fuglum,
hvalir með fiskum o. s. frv. Til þess að komast að
skyldleika dýranna, verður rannsóknin að ganga í
tvær stefnur; í fyrsta lagi þarf að skoða byggingu
hins fullorðna dýrs, og bera hana saman við bygg-
ingu annara dýra, og í öðru lagi þarf að grennslast
eptir vexti hvers dýrs í fósturlífinu, og bera það