Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 289
289
saman við eðli alls dýraríkisins. Aristóteles skoðaði
hvorutveggja, og gerði ótal athuganir með mesta
skarpleika; menn höfðu gleymt mörgu af því, sem
Aristóteles hafði fundið, og fundu það eigi aptur
fyr en á þessari öld. Aristóteles þekkti t. d.
hina merkilegu æxlun smokkfiskanna, sem menn
hafa fyrst tekið eptir aptur á þessari öld ; hann hafði
komizt að því, að býflugueggin geta ungazt út, jafn-
vel þó þau séu ekki frjóvguð (parþenogenesis); þýzk-
ur náttúrufræðingur, Siebold, sannaði þetta með rann-
sóknum sínum á miðri 19. öld; áður héldu menn, að
það væri vitleysa; hvötu flugurnar koma úr ófrjóvg-
uðum eggjum, kvennflugurnar úr frjóvguðum. Ari-
stóteles sýndi fyrstur manna, að fiskakyn eitt (Ser-
ranus) er tvíkynja, og frjóvgar sjálft sig; lengi fram
eptir trúðu menn þessu ekki, og héldu, að tvíkynja
dýr væri eigi til svo ofarlega í dýraríkinu ; hann
fann, að fóstrið hjá nokkrum hákarlategundum er
fest við legköku (placenta), eins og í spendýrum;
þetta hugðu menn Hka bábylju eina; en Johannes
Miiller sýndi, 1839, að það var rétt. Aristóteles
hafði líka alveg rétta hugmynd um hinn fyrsta vöxt
fósturs mannatina, og ekki komust menn á réttan
rekspöl í þessu efni fyr en eptir miðja 18. öld.—Hjá
Grikkjum fékkst enginn við náttúrufræði, er nokk-
uð gæti jafnazt við Aristóteles ; hann var hinn eini,
sem gerði athuganir og rannsóknir í stórum stýl;
reyndar bættu ýmsir dálitlu við þekkinguna í ýms-
um greinum, en það var ekkert til muna. Rit Róm-
verja eru, eins í náttúrufræði sem öðrum greinum,
samtíningur og eptirstæling eptir Grikkjum; litið
eða ekkert sjálfstætt.
Á miðöldunum kafnaði öll vísindarannsókn í kenni-
mannlegum kreddum, hjátrú og hindurvitnum. Fram-
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VIII. 19