Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 290
290
an af miðöldunum voru það einkum Arabar, sem
nokkuð fengust við sjálfstæðar rannsóknir, og gerðu
einkum margar uppgötvanir í stjörnufræði, stærða-
fræði og landafræði; í líffræðinni fylgdu þeir mest
Aristóteles, en bættu litlu við. Hjá kristnum mönn-
um voru vísindin varla til; páfinn og klerkarnir
gættu þess vandlega, að drepa hverja tilraun til
rannsókna þegar í fæðingunni; þeir, sem vildu hnýs-
ast í náttúrufræði, voru kallaðir galdramenn og guð-
leysingjar, og ofsóttir á allan hátt. Ekki var furða,
þótt menn yrðu eigi mjög vel heima í skapnaði manns-
ins eða læknisfræðinni; Bonifacius VIII. hótaði hverj-
um þeim hinu harðasta banni, er dirfðist að kryfja
lík. Til eru frá miðöldunum einstöku rit um dýra-
fræði; en í þeim er hugsunarlaust ruslað saman ýmsu
úr grískum og latneskum höfundum, og þó flest
meira og minna misskilið; engu var bætt við, nema
skrýmslum og skrípum, sem hvergi eru til í nátt-
úrunnar ríki. Við landafundina miklu víkkaði sjón-
deildarhringur Európumanna stórum ; þá fundust ó-
tal nýjar jurtir og ný dýr, og náttúruþekkingin fór
að rakna við.
Francis Bacon af Verulam (1561 — 1626) sýndi
fyrstur veg þann, sem fara þarf, ef fullnægjandi
þekking á að fást á náttúrunni; hún fæst ekki með
öðru en rannsóknum og tilraunum; þessi mikli heim-
spekingur leggur fyrstur grundvöll náttúruvísindanna
á seinni tímum. — Af náttúrufræðingum á 16. öld-
inni má helzt telja Gesner frá Ziiricii (1516—1565);
hann ritaði um grasafræði og dýrafræði, gerði dýra-
myndir, stofnsetti dýrasafn og jurtagarð, og jók mjög
við þekking manna um ýmislegt af hinu einstaka.
Cœsalpinus (1519—1603) raðaði fyrstur jurtunum í
flokka, skipti þeim, eptir stönglinum, í tré og grös,
og tók tillit til blóma og ávaxta við niðurröðunina.