Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 291
291
A 17. öld óx þekking manna á náttúrunni mjög í
ýmsum greinum. Ray frá Essex (1628—1705) er
hinn fyrsti, sem rýmir skrýmslunum burt úr dýra-
fræðinni; hann sýnir fram á ýmsa galla í niðurröð-
un Aristótelesar, telur hvali og leðurblökur með spen-
dýrum o. s. frv.; hann kom þó ekki með neina nýja
aðalskiptingu sjálfur, en vekur fyrstur máls á mörgu,
sem síðar fékk mestu þýðingu. Tournefort (1656—
1708) gerir margar uppgötvanir í grasafræði; skipt-
ir jurtunum fyrst í kyn (genera) og lagar niðurröð-
un þá, sem áður var, í ýmsum greinum.—Á þessari
öld fóru menn fyrst að nota sjónauka, og tóku nú
að rannsaka mannlegan likama, innri skapnað dýr-
anna og smádýr, sem ekki þekktust áður. Háskóla-
kennari einn í Padua, Fabricius ab Aquapendente,
rannsakaði á árunum 1600—1604 fóstur manna og
dýra. Harvey (1578—1658) fann blóðrás mannsins,
gerði margar fleiri rannsóknir, og kom fyrstur með
setninguna: „Alit lifandi kemur úr eggi“ (Omne
vivum ex ovo). Swammerdam í Hollandi (1627—
1680) rannsakaði skapnað skorkvikinda og lindýra,
og sá fyrstur breytingar froskanna. Malpighi (1628
—1694) í Bologna er frægur fyrir rannsóknir sínar
í dýrafræði og grasafræði, og sýndi fyrstur, hvern-
ig fuglarnir myndast í egginu. Hollendingurinn
Lemvenhoek (1632 —1723) fann skolpdýrin (infusoria)
og fleiri af hinum lægri dýrum, sem ekki sjást með
berum augum. — Á 18. öldinni fóru menn að rann-
saka betur fjarlæg lönd, og fundu þar mikinn sæg af
nýjum dýra- og jurtategundum. Buffon (1707 — 1788)
samdi ágætar náttúrulýsingar; en rit hans hafa
þó fremur litla vísindalega þýðingu. Réaumur
(1683—1757) lýsir meistaralega lifnaðarhætti ýmsra
skorkvikinda, og margir fleiri fengust við skoðun
19