Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Page 292
292
einstakra jurta og dýra. Framan af öldinni var þó
öll niðurskipun á ringulreið ; en þá kom fram mik-
ill maður, sem umskapaði grasafræði og dýrafræði;
kom röð og reglu á þessar visindagreinir og beindi
þeim í rétta átt. þessi maður var Karl Linrie.
Linrie var sænskur að ætt, fæddur 1707; hann átti
örðugt uppdráttar framan af æfinni, af þvi að land-
ar hans höfðu ekki vit á að meta hann ; fór hann
siðan tií Hollands 1735 ; þar gaf hann át fyrstu út-
gáfuna af sinu fræga verki „Systema naturæ“, fór
nokkrum árum síðar heim aptur til Svíþjóðar og dó
þar 1778. Með honum byrjar náttúrufræðin nýtt
skeið. Lærisveinar hans breiddust út um allan heim
og höfðu hin mestu hrif á framfarir náttúruvísind-
anna. Linné skipti jurtunum í flokka, og hefir jurta-
kerfi hans haldizt fram á vora daga, þó það ekki
taki tillit til alls skapnaðar jurtarinnar; Linné raðar
plöntunum að eins eptir æxlunarfærunum, eptir fjölda
og ásigkomulagi duptberanna og duptveganna; þessi
skipting Linnés var mjög handhæg, svo menn gátu
fljótt og fyrirhafnarlaust ákveðið þær jurtir, sem
menn fundu, og var þetta stórkostleg framför, þeg-
ar hugsað er til þess, hve ruglingsleg grasafræðin
áður var. í dýrafræðinni bætti Linné mjög niðurröð-
unina, og var hinn fyrsti, sem kemur með verulegar
endurbætur á skiptingu Aristótelesar; Linné skiptir
dýrunum í 6 jafnhliða aðalflokka: spendýr, fugla,
skriðdýr, fiska, skordýr og orma. Linné fann upp sér-
stök vísindaleg nöfn á dýrum og jurtum, og var það
þýðingarmeira en menn skyldu halda ; áður höfðu
öll nöfn á dýrum og jurtum verið á fjarskalegu
rugli, svo það var mestu örðugleikum bundið, að
átta sig í þessu völundarhúsi. Linné gaf hverri jurt
og hverju dýri, sem menn þá þekktu, tvö nöfn: teg-
undar- og kynsnafn. Tegund (species) kallar Linné